Brautryðjandi í aðventukrönsum Elín Albertsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:00 Binni var brautryðjandi í því að útbúa aðventukransa hér á landi sem hægt er að nota aftur og aftur. MYNDIR/EYÞÓR Hendrik Berndsen, eða Binni blómasali eins og hann er betur þekktur, ætlaði að setjast í helgan stein þegar hann lokaði verslun sinni, Blómaverkstæði Binna, á Skólavörðustíg í fyrra. Hlutirnir snerust þó í höndum hans og Binni er enn á fullu, sérstaklega fyrir gamla kúnna. Góðir viðskiptavinir sættust ekki á að Binni væri hættur svo hann setti upp litla vinnustofu í Hraunbæ ásamt konu sinni, Ástu Kristínu Kristjánsdóttur. Þangað kemur fólk með gamla aðventukransa frá ömmu og afa sem hann endurgerir. Það styttist í fyrsta í aðventu, 27. nóvember, og margir farnir að huga að aðventukrönsunum sínum. Líklegast hefur enginn Íslendingur jafnmikla reynslu á því sviði og Binni. Hann ólst upp hjá afa sínum í versluninni Blóm og ávextir og fór sextán ára til náms í blómaskreytingum í Danmörku. Þar kynntist hann aðventukransagerð með þurrkuðum skreytingum sem endast áratugi. Binni flutti þessa skreytigerðarlist til Íslands.Nýir tískulitir „Ætli ég hafi ekki búið til aðventukransa í 55 ár,“ segir hann. „Ég legg mikla áherslu á að fólk eigi kransinn lengi. Undanfarið hefur ungt fólk komið til mín með mjög gamla kransa til endurgerðar. Þeir hafa fylgt sömu fjölskyldunni í þrjátíu ár eða lengur. Ég hef verið mjög íhaldssamur í gerð kransanna. Ég nota ekki greni heldur þurrkaðar greinar. Mér finnst mjög skemmtilegt að gera kransana úr efni sem ég sæki í íslenska náttúru, könglum, mosa og greinum. Það er ekki langt síðan að ég fór að tína þetta sjálfur,“ segir Binni sem er mikið jólabarn.Glæsilegur aðventukrans með rauðum litum sem eru í miklu uppáhaldi hjá Binna.„Mér finnst engin jól nema að hafa eitthvað rautt, kerti og borða. Líklegast er ég íhaldssamur að þessu leyti. Ég fylgi ekki tískustraumum en breyti stundum um liti. Rauði liturinn er alltaf klassískur en núna eru hvítur, vínrauður og beige mjög vinsælir. Einstaka sinnum er beðið um fjólublátt sem er í raun litur aðventunnar.Greinar úr náttúrunni Vinur minn sem er frægasti blómaskreytingamaður í Danmörku, Erik Bering, rak blómabúðina The House of Flowers og var sá fyrsti sem útbjó aðventukransa sem entust. Það sem hefur hins vegar breyst í gegnum tíðina er að alltaf kemur eitthvert nýtt skreytingaefni. Aðventukransinn verður hefð á heimilinu og þegar fólk kemur með gamlan krans vill það sams konar skraut og var áður. Hjá mörgum byrja jólin þegar aðventukransinn er kominn upp og kveikt er á fyrsta kertinu,“ segir Binni en þegar hann kom til Íslands eftir fjögur ár í námi í Danmörku var áhugi á aðventukrönsum að vakna hér á landi. „Fólk hafði áður bundið grenigreinar í kringum hálmhring og það getur verið mjög fallegt.“ Binni segir marga möguleika í dag til að skreyta aðventukransinn. „Það er hægt að nota disk og setja fjögur kubbakerti á hann. Við hliðina er hægt að raða fallegum jólakúlum og greni. Það er alltaf gaman að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Einnig er hægt að skreyta járnstjaka fyrir fjögur kerti með alls kyns þurrkuðum berjum, greinum og blöðum úr náttúrunni. Það er virkilega fallegt að nota þessa náttúruliti.“Hvítur krans gerður úr könglum, greinum og fleiru sem Binni tínir í íslenskri náttúru.Brúðarvöndur ömmu Ýmis verkefni detta á borð Binna. Hann skreytir meðal annars fyrir jarðarfarir og brúðkaup. „Ég fékk skemmtilegt verkefni um daginn en það var að búa til brúðarvönd eftir brúðkaupsmynd ömmu brúðarinnar. Hún vildi hafa hann alveg eins og amman var með. Ég lít á mig sem handverksmann og vil gera mitt besta fyrir fólk þótt ég sé orðinn 72 ára. Hver blómaskreyting er einstök,“ segir Binni. „Aðventukransinn minn er þrjátíu ára gamall og ég set alltaf rauð kerti í hann. Svo skreyti ég alltaf jólatréð með dóti sem börnin mín gerðu á leikskólanum í gamla daga. Þeim finnst æðislegt að sjá dótið sitt þótt þau séu orðin fullorðin. Smáhlutir búa til minningar.“ Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Hendrik Berndsen, eða Binni blómasali eins og hann er betur þekktur, ætlaði að setjast í helgan stein þegar hann lokaði verslun sinni, Blómaverkstæði Binna, á Skólavörðustíg í fyrra. Hlutirnir snerust þó í höndum hans og Binni er enn á fullu, sérstaklega fyrir gamla kúnna. Góðir viðskiptavinir sættust ekki á að Binni væri hættur svo hann setti upp litla vinnustofu í Hraunbæ ásamt konu sinni, Ástu Kristínu Kristjánsdóttur. Þangað kemur fólk með gamla aðventukransa frá ömmu og afa sem hann endurgerir. Það styttist í fyrsta í aðventu, 27. nóvember, og margir farnir að huga að aðventukrönsunum sínum. Líklegast hefur enginn Íslendingur jafnmikla reynslu á því sviði og Binni. Hann ólst upp hjá afa sínum í versluninni Blóm og ávextir og fór sextán ára til náms í blómaskreytingum í Danmörku. Þar kynntist hann aðventukransagerð með þurrkuðum skreytingum sem endast áratugi. Binni flutti þessa skreytigerðarlist til Íslands.Nýir tískulitir „Ætli ég hafi ekki búið til aðventukransa í 55 ár,“ segir hann. „Ég legg mikla áherslu á að fólk eigi kransinn lengi. Undanfarið hefur ungt fólk komið til mín með mjög gamla kransa til endurgerðar. Þeir hafa fylgt sömu fjölskyldunni í þrjátíu ár eða lengur. Ég hef verið mjög íhaldssamur í gerð kransanna. Ég nota ekki greni heldur þurrkaðar greinar. Mér finnst mjög skemmtilegt að gera kransana úr efni sem ég sæki í íslenska náttúru, könglum, mosa og greinum. Það er ekki langt síðan að ég fór að tína þetta sjálfur,“ segir Binni sem er mikið jólabarn.Glæsilegur aðventukrans með rauðum litum sem eru í miklu uppáhaldi hjá Binna.„Mér finnst engin jól nema að hafa eitthvað rautt, kerti og borða. Líklegast er ég íhaldssamur að þessu leyti. Ég fylgi ekki tískustraumum en breyti stundum um liti. Rauði liturinn er alltaf klassískur en núna eru hvítur, vínrauður og beige mjög vinsælir. Einstaka sinnum er beðið um fjólublátt sem er í raun litur aðventunnar.Greinar úr náttúrunni Vinur minn sem er frægasti blómaskreytingamaður í Danmörku, Erik Bering, rak blómabúðina The House of Flowers og var sá fyrsti sem útbjó aðventukransa sem entust. Það sem hefur hins vegar breyst í gegnum tíðina er að alltaf kemur eitthvert nýtt skreytingaefni. Aðventukransinn verður hefð á heimilinu og þegar fólk kemur með gamlan krans vill það sams konar skraut og var áður. Hjá mörgum byrja jólin þegar aðventukransinn er kominn upp og kveikt er á fyrsta kertinu,“ segir Binni en þegar hann kom til Íslands eftir fjögur ár í námi í Danmörku var áhugi á aðventukrönsum að vakna hér á landi. „Fólk hafði áður bundið grenigreinar í kringum hálmhring og það getur verið mjög fallegt.“ Binni segir marga möguleika í dag til að skreyta aðventukransinn. „Það er hægt að nota disk og setja fjögur kubbakerti á hann. Við hliðina er hægt að raða fallegum jólakúlum og greni. Það er alltaf gaman að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Einnig er hægt að skreyta járnstjaka fyrir fjögur kerti með alls kyns þurrkuðum berjum, greinum og blöðum úr náttúrunni. Það er virkilega fallegt að nota þessa náttúruliti.“Hvítur krans gerður úr könglum, greinum og fleiru sem Binni tínir í íslenskri náttúru.Brúðarvöndur ömmu Ýmis verkefni detta á borð Binna. Hann skreytir meðal annars fyrir jarðarfarir og brúðkaup. „Ég fékk skemmtilegt verkefni um daginn en það var að búa til brúðarvönd eftir brúðkaupsmynd ömmu brúðarinnar. Hún vildi hafa hann alveg eins og amman var með. Ég lít á mig sem handverksmann og vil gera mitt besta fyrir fólk þótt ég sé orðinn 72 ára. Hver blómaskreyting er einstök,“ segir Binni. „Aðventukransinn minn er þrjátíu ára gamall og ég set alltaf rauð kerti í hann. Svo skreyti ég alltaf jólatréð með dóti sem börnin mín gerðu á leikskólanum í gamla daga. Þeim finnst æðislegt að sjá dótið sitt þótt þau séu orðin fullorðin. Smáhlutir búa til minningar.“
Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira