Segir sjómenn upplifa hroka, yfirgang og virðingarleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 00:00 Vilhjálmur segir yfirgnæfandi líkur á að kjarasamningar sjómanna verði felldir í atkvæðagreiðslunni 14. desember. vísir/jón sigurður Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir sjómenn ekki treysta því að þau atriði sem samið hefur verið um við útvegsmenn verði framkvæmd. Veruleg gremja ríki á meðal sjómanna með nýgerðan kjarasamning og telur yfirgnæfandi líkur á að hann verði felldur.Þetta kemur fram í pistli sem Vilhjálmur ritar á heimasíðu félagsins, en hann fundaði í gær með sjómönnum sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness. „Það fer einnig ekkert á milli mála að það hefur myndast gríðarleg gjá á milli sjómanna og útgerðarmanna hvað varðar traust, en sjómenn treysta því ekki aið þau atriði sem um var samið verði framkvæmd eins og samningur kveður á um. Kom skýrt fram hjá sjómönnum að þar tala þeir af reynslu,“ segir Vilhjálmur. Sjómönnum hafi meðal annars verið tíðrætt um mönnunarmál á uppsjávarskipum og ísfisktogurum„Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna," segir Vilhjálmur.„Menn treysta ekki heldur útgerðarmönnum hvað varðar samræmda upplýsingagjöf á uppsjávarafurðum sem nota á til grundvallar á verðmyndun á uppsjávarafla. Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna.“ Vilhjálmur segir að margir sjómenn upplifi hroka, yfirgang og virðingarleysi í sinn garð af hálfu sumra útgerðarmanna, sem hafi gert það að verkum að algjört vantraust ríki á milli þeirra. Útgerðarmenn verði að líta í eigin rann og spyrja sig af hverju þetta mikla vantraust ríki, og hvað hægt sé að gera til að bæta samskiptin. Vilhjálmur líkir sambandi sjómanna og útgerðarmanna við ofbeldissamband. „Hvernig ráðningarsamband er það á milli útgerðar og sjómanna þegar gríðarlegur fjöldi sjómanna þorir ekki undir nokkrum kringumstæðum að tjá sig um þau atriði sem þeir eru á eitt ósáttir við af ótta við að verða látnir taka pokann sinn og missa þannig sitt lífsviðurværi.“ Vilhjálmur segir að nú þurfi að ræða hvernig útgerðarmenn geti áunnið sér traustið. „Ef það gerist ekki þá telur formaður nokkuð ljóst að það sama muni gerast og gerist í flestum ofbeldissamböndum, að annar aðilinn lætur sig eðlilega hverfa og í þessu tilfelli verða það sjómenn sem munu láta sig hverfa ef kjarasamningurinn verður ekki lagfærður og þessari vanvirðingu sem þeir upplifa ljúki ekki í eitt skipti fyrir öll.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir sjómenn ekki treysta því að þau atriði sem samið hefur verið um við útvegsmenn verði framkvæmd. Veruleg gremja ríki á meðal sjómanna með nýgerðan kjarasamning og telur yfirgnæfandi líkur á að hann verði felldur.Þetta kemur fram í pistli sem Vilhjálmur ritar á heimasíðu félagsins, en hann fundaði í gær með sjómönnum sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness. „Það fer einnig ekkert á milli mála að það hefur myndast gríðarleg gjá á milli sjómanna og útgerðarmanna hvað varðar traust, en sjómenn treysta því ekki aið þau atriði sem um var samið verði framkvæmd eins og samningur kveður á um. Kom skýrt fram hjá sjómönnum að þar tala þeir af reynslu,“ segir Vilhjálmur. Sjómönnum hafi meðal annars verið tíðrætt um mönnunarmál á uppsjávarskipum og ísfisktogurum„Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna," segir Vilhjálmur.„Menn treysta ekki heldur útgerðarmönnum hvað varðar samræmda upplýsingagjöf á uppsjávarafurðum sem nota á til grundvallar á verðmyndun á uppsjávarafla. Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna.“ Vilhjálmur segir að margir sjómenn upplifi hroka, yfirgang og virðingarleysi í sinn garð af hálfu sumra útgerðarmanna, sem hafi gert það að verkum að algjört vantraust ríki á milli þeirra. Útgerðarmenn verði að líta í eigin rann og spyrja sig af hverju þetta mikla vantraust ríki, og hvað hægt sé að gera til að bæta samskiptin. Vilhjálmur líkir sambandi sjómanna og útgerðarmanna við ofbeldissamband. „Hvernig ráðningarsamband er það á milli útgerðar og sjómanna þegar gríðarlegur fjöldi sjómanna þorir ekki undir nokkrum kringumstæðum að tjá sig um þau atriði sem þeir eru á eitt ósáttir við af ótta við að verða látnir taka pokann sinn og missa þannig sitt lífsviðurværi.“ Vilhjálmur segir að nú þurfi að ræða hvernig útgerðarmenn geti áunnið sér traustið. „Ef það gerist ekki þá telur formaður nokkuð ljóst að það sama muni gerast og gerist í flestum ofbeldissamböndum, að annar aðilinn lætur sig eðlilega hverfa og í þessu tilfelli verða það sjómenn sem munu láta sig hverfa ef kjarasamningurinn verður ekki lagfærður og þessari vanvirðingu sem þeir upplifa ljúki ekki í eitt skipti fyrir öll.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira