Innlent

Sekta E-content vegna smálána

Sveinn Arnarsson skrifar
Smálán eru vandmeðfarin.
Smálán eru vandmeðfarin. vísir/stefán
Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið E-content um 2,4 milljónir króna vegna slælegra upplýsinga um lántökugjald vegna hraðlána. E-content rekur 1909, Múla og Hraðpeninga sem veita hraðlán.

Fyrirtækin bjóða fólki að kaupa rafbók og fá lán fyrir kaupunum. Um leið er hægt að fá annað lán ótengt bókakaupunum.

„Um er að ræða sambærilega viðskiptahætti og Neytendastofa hefur þegar tekið ákvörðun um gagnvart Kredia og Smálánum og áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest,“ segir Neytendastofa. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×