Innlent

Katrín byrjar þreifingarnar snemma

Snærós Sindradóttir skrifar
Katrín mætti á Bessastaði fyrr í dag.
Katrín mætti á Bessastaði fyrr í dag. Fréttablaðið/Eyþór
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vinnur nú að því að boða formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi á fund sinn á morgun. Katrín hyggst taka daginn snemma og hefja fundarhöld í forsætisnefndarherbergi Alþingishússins klukkan níu í fyrramálið. 

Katrín segir í samtali við Vísi að hún hafi upphaflega áætlað að boða formennina til sín í öfugri stærðarröð og hefja þá leika á Loga Einarssyni, nýjum formanni Samfylkingarinnar. Þau plön gætu þó riðlast til. 

Ástæðan fyrir því að fundahöld hefjast svo snemma er naumur tími þar til þing þarf að koma saman til að meðal annars samþykkja fjárlög næsta árs. „Ég mun gera mitt allra besta en þetta er flókið verkefni. Maður verður að horfast í augu við það. Þetta fer að snúast um tímann sem við höfum og ég ætla að reyna að ná öllum á morgun.“

Uppfært 17:20

Fundir Katrínar frestast og byrja klukkan 9:30 í stað 9:00 í fyrramálið. Enn er áætlað að formenn komi á fund Katrínar í stærðarröð stjórnmálaflokkanna en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar halda uppteknum hætti og mæta saman á fundinn samkvæmt heimildum fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×