Baghdadi sagður sofa með sprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 14:05 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/GETTY Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira