Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent