Eitthvað nýstárlegt, eftirtektarvert og kímið Sigríður Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:30 Ævisaga einhvers er besta sýning leikhópsins Kriðpleirs til þessa. Leikhús Ævisaga einhvers Kriðpleir og Tjarnarbíó Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason Utan sviðs: Bjarni Jónsson Einhver: Ylfa Ösp Áskelsdóttir Leikmynd og búningar: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Vídeó og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karlsson Sönglög: Árni Vilhjálmsson og Birgir Ísleifur Gunnarsson Lagið um Óla: Gylfi Sigurðsson og Arnljótur Sigurðsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Eftir að hafa haldið krísufund á síðasta leikári er sviðslistahópurinn Kriðpleir kominn saman aftur til að sýna áhorfendum nýjasta sviðsverkið sitt. Ævisaga einhvers var frumsýnd í Tjarnarbíói síðastliðinn laugardag þar sem æviatriði hundrað einstaklinga og fjögur frumsamin dægurlög eru tekin fyrir, rannsökuð og sviðsett, hvorki meira né minna. Sviðslistahópinn Kriðpleir mynda þeir Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason en leikskáldið Bjarni Jónsson er þeim til halds og trausts utan sviðs. Heimildaleikhús hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu misseri, með misgóðum árangri. Á yfirborðinu virðist hópurinn ætla að þramma í annarra spor og búa til sýningu byggða á persónulegum viðtölum sem þeir splæsa síðan saman. En þeir gera sér lítið fyrir og brjóta nánast allar reglur hvað varðar sköpun slíkra verka og nota brotin til að búa til eitthvað nýstárlegt, eftirtektarvert og kímið. Hvernig er hægt að skilgreina ævi einnar manneskju? Hvað þá hundrað? Árni, Friðgeir og Ragnar þræða, kýta og rökræða um hið daglega amstur þar sem þvottavélaflutningar og týndar stífur mynda eins konar kjarna framvindunnar, ef svo mætti kalla. Hér kennir ýmissa grasa s.s. notkunarleiðbeininga tuskunnar, mikilvægis forfeðra okkar, kexáts og áreiðanleika minninga. Handritið er agað án þess að treysta algjörlega á skýra framvindu og samtölin óræð án þess að vera sjálfhverf. Enginn er skráður fyrir handriti eða leikstjórn en látlaus sviðsframkoma, fín hugmyndavinna og síðast en alls ekki síst góð samvinna hópsins, bæði á sviði sem og utan þess, skapar heildstæða og áhugaverða sýningu. Hún er upp á sitt allra besta þegar viðsnúningurinn frá heimildaleikhúsinu fær sem súrrealískastan blæ. Bréfið sem Friðgeir skrifar varðandi fund húsfélagsins er nánast óbærilega fyndið í öllum sínum óendanlega og örlítið niðurdrepandi hversdagsleika. Að auki er öll sú sena virkilega gott dæmi um hversu fjölþætt Ævisaga einhvers er í raun, þó að ekki sé endilega mikið að gerast á sviðinu getur einfaldleikinn verið dularfyllri en virðist við fyrstu sýn. Upptökur, myndvörpun og hvers kyns hljóðmyndir skipa mikilvægan sess í sýningunni en Guðmundur Vignir Karlsson vinnur þessi fjölbreyttu verkefni einkar vel. Þá er sérstaklega vert að minnast á bráðgóða upptökuvinnu og hugvitsamlega myndavélanotkun. Oftar en ekki er heiminum sem áhorfendur sjá á sviðinu skipt upp í skjábrot sem minnir óþægilega mikið á okkar daglegu tilvist. Leikmynd og búningar Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur eru sömuleiðis látlaus en smellpassa sýningunni, þá sérstaklega sviðsmyndin. Er lífið bútasaumsteppi, línurit eða hálfklárað og örlítið leiðinlegt borðspil sem hefur engar skýrar reglur? Í raun er Ævisaga einhvers ekki tilraun til að svara neinum af þessum spurningum að neinu leyti heldur tilraun til að fá áhorfendur til að svara fyrir sig sjálfa. Þar liggur galdurinn og jafnvel tilgangurinn með þessu öllu saman. Eins og segir í verkinu: „Þetta er ævispilið.“Niðurstaða: Besta sýning Kriðpleirshópsins til þessa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Ævisaga einhvers Kriðpleir og Tjarnarbíó Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason Utan sviðs: Bjarni Jónsson Einhver: Ylfa Ösp Áskelsdóttir Leikmynd og búningar: Sigrún Hlín Sigurðardóttir Vídeó og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karlsson Sönglög: Árni Vilhjálmsson og Birgir Ísleifur Gunnarsson Lagið um Óla: Gylfi Sigurðsson og Arnljótur Sigurðsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Eftir að hafa haldið krísufund á síðasta leikári er sviðslistahópurinn Kriðpleir kominn saman aftur til að sýna áhorfendum nýjasta sviðsverkið sitt. Ævisaga einhvers var frumsýnd í Tjarnarbíói síðastliðinn laugardag þar sem æviatriði hundrað einstaklinga og fjögur frumsamin dægurlög eru tekin fyrir, rannsökuð og sviðsett, hvorki meira né minna. Sviðslistahópinn Kriðpleir mynda þeir Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson og Ragnar Ísleifur Bragason en leikskáldið Bjarni Jónsson er þeim til halds og trausts utan sviðs. Heimildaleikhús hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu misseri, með misgóðum árangri. Á yfirborðinu virðist hópurinn ætla að þramma í annarra spor og búa til sýningu byggða á persónulegum viðtölum sem þeir splæsa síðan saman. En þeir gera sér lítið fyrir og brjóta nánast allar reglur hvað varðar sköpun slíkra verka og nota brotin til að búa til eitthvað nýstárlegt, eftirtektarvert og kímið. Hvernig er hægt að skilgreina ævi einnar manneskju? Hvað þá hundrað? Árni, Friðgeir og Ragnar þræða, kýta og rökræða um hið daglega amstur þar sem þvottavélaflutningar og týndar stífur mynda eins konar kjarna framvindunnar, ef svo mætti kalla. Hér kennir ýmissa grasa s.s. notkunarleiðbeininga tuskunnar, mikilvægis forfeðra okkar, kexáts og áreiðanleika minninga. Handritið er agað án þess að treysta algjörlega á skýra framvindu og samtölin óræð án þess að vera sjálfhverf. Enginn er skráður fyrir handriti eða leikstjórn en látlaus sviðsframkoma, fín hugmyndavinna og síðast en alls ekki síst góð samvinna hópsins, bæði á sviði sem og utan þess, skapar heildstæða og áhugaverða sýningu. Hún er upp á sitt allra besta þegar viðsnúningurinn frá heimildaleikhúsinu fær sem súrrealískastan blæ. Bréfið sem Friðgeir skrifar varðandi fund húsfélagsins er nánast óbærilega fyndið í öllum sínum óendanlega og örlítið niðurdrepandi hversdagsleika. Að auki er öll sú sena virkilega gott dæmi um hversu fjölþætt Ævisaga einhvers er í raun, þó að ekki sé endilega mikið að gerast á sviðinu getur einfaldleikinn verið dularfyllri en virðist við fyrstu sýn. Upptökur, myndvörpun og hvers kyns hljóðmyndir skipa mikilvægan sess í sýningunni en Guðmundur Vignir Karlsson vinnur þessi fjölbreyttu verkefni einkar vel. Þá er sérstaklega vert að minnast á bráðgóða upptökuvinnu og hugvitsamlega myndavélanotkun. Oftar en ekki er heiminum sem áhorfendur sjá á sviðinu skipt upp í skjábrot sem minnir óþægilega mikið á okkar daglegu tilvist. Leikmynd og búningar Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur eru sömuleiðis látlaus en smellpassa sýningunni, þá sérstaklega sviðsmyndin. Er lífið bútasaumsteppi, línurit eða hálfklárað og örlítið leiðinlegt borðspil sem hefur engar skýrar reglur? Í raun er Ævisaga einhvers ekki tilraun til að svara neinum af þessum spurningum að neinu leyti heldur tilraun til að fá áhorfendur til að svara fyrir sig sjálfa. Þar liggur galdurinn og jafnvel tilgangurinn með þessu öllu saman. Eins og segir í verkinu: „Þetta er ævispilið.“Niðurstaða: Besta sýning Kriðpleirshópsins til þessa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira