Fótbolti

Southgate svaraði ekki ásökunum fjölmiðla um áfengisdrykkju Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney í leiknum á föstudag.
Rooney í leiknum á föstudag. Vísir/Getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að það sé ekkert hæft í ásökunum þess efnis að Wayne Rooney hafi ekki spilað með enska landsliðinu í gær vegna of mikillar áfengisdrykkju.

The Sun birti í gærmorgun á forsíðu sinni frétt þess efnis að Rooney hafi setið að sumbli á hóteli enska landsliðsins á laugardagskvöld.





Rooney var fyrirliði Englands í 3-0 sigri á Skotum á föstudagskvöldið en dró sig svo úr hópnum fyrir vináttulandsleik gegn Spáni, sem fór fram í gærkvöldi, vegna hnémeiðsla.

Southgate var spurður út í málið á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og svar hans var einfalt.

„Wayne meiddist í leiknum á föstudag. Hann gat ekki æft á sunnudag og er það allt og sumt,“ sagði hann.

Leik Englands og Spánar lauk með 2-2 jafntefli í gær en Englendingar misstu niður 2-0 forystu á lokamínútum leiksins. Southgate hefur stýrt liðinu tímabundið eftir að Sam Allardyce lét af störfum í haust og er óvíst hvort að hann fái landsliðsþjálfarastarfið til frambúðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×