Innlent

List um konur í Gömlu höfninni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Reykjavíkurhöfn.
Í Reykjavíkurhöfn. vísir/stefán
Halda á samkeppni um listaverk á hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík um þátttöku kvenna í atvinnulífinu á höfninni. Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna um verkefnið.

Í minnisblaði skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að samkeppnin verði opin öllum myndlistarmönnum. Þátttakendur eiga að skila inn frumdrögum ásamt stuttri lýsingu á hugmynd. Síðan velji dómnefnd eina eða fleiri hugmyndir í lokaðri samkeppni þar sem greidd verði verðlaun. Upphæðina eigi að ákveða í samráði við SÍM.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×