Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:48 Bjarni á Bessastöðum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59