Håkon er hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:00 Håkon Broder Lund er 26 ára gamall og hefur verið í sigurliðinu í alþingiskosningum, forsetakosningum og rektorskjöri. Vísir Håkon Broder Lund er 26 ára gamall jarðfræðinemi. Hann er hálfíslenskur en er fæddur og uppalinn í Bergen í Noregi. Håkon hefur, á þeim þremur árum sem hann hefur búið hér á landi, tekið þátt í þremur stórum kosningabaráttum og unnið þær allar. Nú síðast vann hann bak við tjöldin hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir alþingiskosningarnar þar sem flokkurinn hlaut flest atkvæði. Håkon er meðal annars maðurinn sem ber ábyrgð á hinu víðfræga kökumyndbandi Bjarna Benediktssonar. „Ég kom hingað árið 2013 og það var til að læra jarðfræði í Háskóla Íslands. Ég er ekki búinn að klára það. Ég á smá eftir, það er svo mikið að gera,“ segir Håkon í samtali við Vísi. Hann stefnir þó að því að klára jarðfræðina í vor. „Ég er líka hálfíslenskur. Mamma mín er íslensk og ég á fjölskyldu hérna. Ég kom til Íslands á hverju sumri þegar ég var ungur. En það var erfitt að kynnast fjölskyldunni þegar maður kom bara í eina til tvær vikur. Amma og afi eru líka orðin gömul og þá var kjörið að koma hingað og verja meiri tíma með fjölskyldunni hérna,“ segir Håkon og bætir við að það sé líka mjög gaman að læra jarðfræði á Íslandi. „Ég lærði enga íslensku sem barn af því að mamma hafði búið svo lengi í Noregi áður en ég fæddist. Þannig að hún var orðin vön því að tala norsku. Ég tala einhverja íslensku núna en það hef ég bara lært síðan ég flutti hingað fyrir þremur árum.“Úr rektorskjörinu árið 2015. Við hlið Håkon er Aron Ólafsson, fyrrum formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Mynd/Håkon Broder LundSnjóbolta áhrif leyddu til alþingiskosninga „Þegar ég byrjaði í HÍ fór ég að taka myndir og gera árshátíðarmyndbönd fyrir Fjallið, nemendafélagið í deildinni. Ég eignaðist þar góðan vin sem heitir Aron, hann var formaður nemendafélagsins. Hann var líka í Vöku og spurði hvort ég vildi koma og hjálpa til í kosningabaráttunni til Stúdentaráðs. Eftir þær kosningar varð Aron (Ólafsson) svo formaður Stúdentaráðs,“ segir Håkon. Í framhaldinu æstust leikar í rektorskjöri í háskólanum. „Hópurinn sem stjórnaði kosningabaráttunni hjá Jóni Atla (Benediktssyni) spurði Aron hvort hann þekkti einhvern í skólanum sem gæti tekið myndir og myndbönd og þá mældi hann með mér.“ Athygli vakti hve vel rektorskjörið gekk og þaðan lá leiðin í forsetakosningar, í teymi Guðna Th. Jóhannessonar. „Svo kom Guðni. Guðni var náttúrulega kennari í háskólanum. Hann vissi að rektorskjörið hafði gengið mjög vel og bað þá sem voru í kosningastjórn hjá Jóni Atla að vinna með sér fyrir forsetakosningarnar. Þar var ég líka ásamt nokkrum vinum mínum. Þetta er sami vinahópur í rektorskjörinu, hjá Guðna og svo Sjálfstæðisflokknum. Sama teymi sem gerir allt. Þannig að þetta er smá snjóboltaverkun, að fara úr rektorskjöri í forsetakosningar og svo núna alþingiskosningar.“Prófkjörin og kökumyndbandið Håkon aðstoðaði einnig í nokkrum prófkjörum innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Páli Magnússyni. „Eitt myndband sem við gerðum fyrir Gulla fór til dæmis víða. Það hét Buxnalaus þingræða, þar sem hann var að tala um að buxurnar hans hefðu rifnað á leiðinni í ræðustól. Ég var líka að vinna í Suðurkjördæmi fyrir Palla Magg. Svo gerði ég líka núna allt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, líka kökumyndbandið.“ Håkon segir þó að kökumyndbandið sem sló svo eftirminnilega í gegn í kosningabaráttunni hafi í raun orðið til fyrir slysni. „Í forsetakosningunum og þingkosningunum tók ég upp öll myndböndin og tók allar myndir, en það var of mikil vinna að klippa öll myndböndin. Ágúst Örn Ágústsson vinur minn klippti öll myndböndin nema kökumyndbandið af Bjarna. Ég klippti það því hann var að ferðast. Kökumyndbandið átti upprunalega að vera hluti af lengra myndbandi um Bjarna Ben þar sem honum var fylgt eftir í daglegu lífi. Þegar ég svo tók upp kökumyndbandið sá ég að það hentaði betur sem sérmyndband. Það voru ekki allir sannfærðir um að það væri rétt. Ágúst var að ferðast og ég vildi sjá útkomuna, þannig að ég klippti það bara sjálfur. Svo sló það bara í gegn.“Fékk fyrstu myndavélina fjórtán ára Håkon hefur lengi unnið við ljósmyndun og myndbandagerð. Hann fékk sína fyrstu myndavél fjórtán ára gamall og fyrstu stóru myndavélina sextán ára, fyrir tíu árum. Síðan þá hefur hann nánast alltaf haft myndavélina meðferðis hvert sem hann fer. Hann tók þátt í skátastarfi í Noregi og myndaði stóra viðburði, eins og skátamót. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona stórum verkefnum. En ég var aldrei í pólitík í Noregi, það var bara núna þegar ég kom til Íslands.“Og hafðir þú bara engan áhuga á pólitík yfir höfuð? „Nei, ekki mikinn. Áhuginn hefur bara kviknað síðustu árin. En þetta er mjög spennandi og ég hef fundið minn stað í stjórnmálunum.“ Meðal þess sem Håkon hefur komist að með þátttöku sinni í kosningabaráttunni á Íslandi er að hann hefur óvænta tengingu við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra á árunum 1926-1927 er langalangafabróðir hans. „Ég vissi það alls ekki. Mamma og pabbi komu í heimsókn frá Noregi núna í kosningabaráttunni. Ég var að sýna þeim húsið – Valhöll – og þá sá mamma þessa mynd. Hún sagðist kannast við nafnið og hringdi í afa og þá kom þetta í ljós. En ég komst bara að þessu núna um daginn.“Håkon var ávallt með myndavélina meðferðis í tíð sinni í norska hernum, þrátt fyrir þungan farangur á bakinu.Mynd/Håkon Broder LundÚr hernum í skíðaskóla Óhætt er að segja að Håkon sé sannkallaður ævintýramaður og hefur hann verið duglegur við að ferðast og taka nýjum áskorunum. Til að mynda var hann eitt ár í norska hernum. „Eftir menntaskólann, þá hef ég verið 19 ára, þá fór ég í herinn. Ég var í landamæraeftirliti á landamærum Noregs og Rússlands. Ég var flokksforingi þar í eitt ár og það var mjög spennandi. Eftir það fór ég í nám í Bergen í nýmiðlun en það var ekki gaman. Þetta var svona blanda af sjónvarpsframleiðslu og tölvunarfræði.“ Håkon segir að námið hafi ekki átt við hann, að hluta til því honum fannst hann ekki hafa nógu mikið frelsi til að skapa. „Þetta var allt á byrjunarreit. Ég hafði verið svo mikið í að framleiða efnið áður þannig að mér fannst þetta of mikil grundvallaratriði. Ég vildi líka ekki að fólk væri alltaf að segja mér hvernig ég ætti að gera hlutina. Ímyndunaraflið verður að koma frá manni sjálfum, ekki fólki sem segir manni hvernig maður eigi að gera hlutina.“ Håkon hætti því námi og þá lá leið hans til Afríku þar sem hann starfaði á munaðarleysingjahæli. Eftir það fór hann til Sviss og starfaði sem skíðakennari í svissnesku ölpunum í tvö ár, þar sem hann starfaði einnig við að taka myndir og myndbönd fyrir skíðaskólann.Håkon ásamt Elizu Reid forsetafrú. Hann ferðaðist með henni til Grænlands í september síðastliðnumMynd/Håkon Broder LundGetur ekki gert allt Aðspurður segist Håkon hafa fengið mikið af tilboðum um að framleiða efni enda ljóst að heppnin sé með þeim í för sem hefur Håkon í sínu liði. „Það eru margir að spyrja hvort ég geti gert efni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir prófkjörið þá fékk ég íka margar fyrirspurnir um hvort ég gæti unnið við prófkjör. Ekki bara frá Sjálfstæðisfólki, líka frá öðrum flokkum. En það er ekki hægt að gera allt, ég þurfti bara að velja.“ Hann segist einnig hafa hug á að starfa áfram við myndbandagerð og ljósmyndun og að jarðfræðinámið nýtist glettilega vel í framleiðslunni. „Ég ætla að klára námið fyrst, en ég held ég haldi áfram að gera myndbönd og taka myndir. Það er svo gaman og spennandi og svo er frábært að geta verið skapandi líka. Ég get líka notfært mér það sem ég hef lært í jarðfræði í ljósmyndun og við myndbandagerð, notað jarðfræðina til að sýna Ísland.“ Hann segist jafnframt reyna að sýna mannlegu hliðarnar á stjórmálamönnunum sem hann myndar og það gefi fólki aðra sýn á frambjóðendur. „Í kosningabaráttunum hef ég reynt að leggja áherslu á mannlegu eiginleika einstaklinganna sem ég er að mynda. Það er mjög skýrt í þekktustu myndunum af Guðna frá í sumar. Þær eru flestar myndir þar sem hann veit ekki að ég er að mynda, þar sem hann er eðlilegur. Þegar myndir eru teknar af opinberum persónum óafvitandi þá sjást aðrar hliðar á þeim en fólk er vant að sjá. Þetta á líka við um kökumyndbandið, þetta var Bjarna svo eðlislægt. Ég vil sýna mannlegu hliðarnar þegar fólk er ekki jafn vart um sig.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Håkons á Instagram síðu hans. Kosningar 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Håkon Broder Lund er 26 ára gamall jarðfræðinemi. Hann er hálfíslenskur en er fæddur og uppalinn í Bergen í Noregi. Håkon hefur, á þeim þremur árum sem hann hefur búið hér á landi, tekið þátt í þremur stórum kosningabaráttum og unnið þær allar. Nú síðast vann hann bak við tjöldin hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir alþingiskosningarnar þar sem flokkurinn hlaut flest atkvæði. Håkon er meðal annars maðurinn sem ber ábyrgð á hinu víðfræga kökumyndbandi Bjarna Benediktssonar. „Ég kom hingað árið 2013 og það var til að læra jarðfræði í Háskóla Íslands. Ég er ekki búinn að klára það. Ég á smá eftir, það er svo mikið að gera,“ segir Håkon í samtali við Vísi. Hann stefnir þó að því að klára jarðfræðina í vor. „Ég er líka hálfíslenskur. Mamma mín er íslensk og ég á fjölskyldu hérna. Ég kom til Íslands á hverju sumri þegar ég var ungur. En það var erfitt að kynnast fjölskyldunni þegar maður kom bara í eina til tvær vikur. Amma og afi eru líka orðin gömul og þá var kjörið að koma hingað og verja meiri tíma með fjölskyldunni hérna,“ segir Håkon og bætir við að það sé líka mjög gaman að læra jarðfræði á Íslandi. „Ég lærði enga íslensku sem barn af því að mamma hafði búið svo lengi í Noregi áður en ég fæddist. Þannig að hún var orðin vön því að tala norsku. Ég tala einhverja íslensku núna en það hef ég bara lært síðan ég flutti hingað fyrir þremur árum.“Úr rektorskjörinu árið 2015. Við hlið Håkon er Aron Ólafsson, fyrrum formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Mynd/Håkon Broder LundSnjóbolta áhrif leyddu til alþingiskosninga „Þegar ég byrjaði í HÍ fór ég að taka myndir og gera árshátíðarmyndbönd fyrir Fjallið, nemendafélagið í deildinni. Ég eignaðist þar góðan vin sem heitir Aron, hann var formaður nemendafélagsins. Hann var líka í Vöku og spurði hvort ég vildi koma og hjálpa til í kosningabaráttunni til Stúdentaráðs. Eftir þær kosningar varð Aron (Ólafsson) svo formaður Stúdentaráðs,“ segir Håkon. Í framhaldinu æstust leikar í rektorskjöri í háskólanum. „Hópurinn sem stjórnaði kosningabaráttunni hjá Jóni Atla (Benediktssyni) spurði Aron hvort hann þekkti einhvern í skólanum sem gæti tekið myndir og myndbönd og þá mældi hann með mér.“ Athygli vakti hve vel rektorskjörið gekk og þaðan lá leiðin í forsetakosningar, í teymi Guðna Th. Jóhannessonar. „Svo kom Guðni. Guðni var náttúrulega kennari í háskólanum. Hann vissi að rektorskjörið hafði gengið mjög vel og bað þá sem voru í kosningastjórn hjá Jóni Atla að vinna með sér fyrir forsetakosningarnar. Þar var ég líka ásamt nokkrum vinum mínum. Þetta er sami vinahópur í rektorskjörinu, hjá Guðna og svo Sjálfstæðisflokknum. Sama teymi sem gerir allt. Þannig að þetta er smá snjóboltaverkun, að fara úr rektorskjöri í forsetakosningar og svo núna alþingiskosningar.“Prófkjörin og kökumyndbandið Håkon aðstoðaði einnig í nokkrum prófkjörum innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Páli Magnússyni. „Eitt myndband sem við gerðum fyrir Gulla fór til dæmis víða. Það hét Buxnalaus þingræða, þar sem hann var að tala um að buxurnar hans hefðu rifnað á leiðinni í ræðustól. Ég var líka að vinna í Suðurkjördæmi fyrir Palla Magg. Svo gerði ég líka núna allt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, líka kökumyndbandið.“ Håkon segir þó að kökumyndbandið sem sló svo eftirminnilega í gegn í kosningabaráttunni hafi í raun orðið til fyrir slysni. „Í forsetakosningunum og þingkosningunum tók ég upp öll myndböndin og tók allar myndir, en það var of mikil vinna að klippa öll myndböndin. Ágúst Örn Ágústsson vinur minn klippti öll myndböndin nema kökumyndbandið af Bjarna. Ég klippti það því hann var að ferðast. Kökumyndbandið átti upprunalega að vera hluti af lengra myndbandi um Bjarna Ben þar sem honum var fylgt eftir í daglegu lífi. Þegar ég svo tók upp kökumyndbandið sá ég að það hentaði betur sem sérmyndband. Það voru ekki allir sannfærðir um að það væri rétt. Ágúst var að ferðast og ég vildi sjá útkomuna, þannig að ég klippti það bara sjálfur. Svo sló það bara í gegn.“Fékk fyrstu myndavélina fjórtán ára Håkon hefur lengi unnið við ljósmyndun og myndbandagerð. Hann fékk sína fyrstu myndavél fjórtán ára gamall og fyrstu stóru myndavélina sextán ára, fyrir tíu árum. Síðan þá hefur hann nánast alltaf haft myndavélina meðferðis hvert sem hann fer. Hann tók þátt í skátastarfi í Noregi og myndaði stóra viðburði, eins og skátamót. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona stórum verkefnum. En ég var aldrei í pólitík í Noregi, það var bara núna þegar ég kom til Íslands.“Og hafðir þú bara engan áhuga á pólitík yfir höfuð? „Nei, ekki mikinn. Áhuginn hefur bara kviknað síðustu árin. En þetta er mjög spennandi og ég hef fundið minn stað í stjórnmálunum.“ Meðal þess sem Håkon hefur komist að með þátttöku sinni í kosningabaráttunni á Íslandi er að hann hefur óvænta tengingu við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra á árunum 1926-1927 er langalangafabróðir hans. „Ég vissi það alls ekki. Mamma og pabbi komu í heimsókn frá Noregi núna í kosningabaráttunni. Ég var að sýna þeim húsið – Valhöll – og þá sá mamma þessa mynd. Hún sagðist kannast við nafnið og hringdi í afa og þá kom þetta í ljós. En ég komst bara að þessu núna um daginn.“Håkon var ávallt með myndavélina meðferðis í tíð sinni í norska hernum, þrátt fyrir þungan farangur á bakinu.Mynd/Håkon Broder LundÚr hernum í skíðaskóla Óhætt er að segja að Håkon sé sannkallaður ævintýramaður og hefur hann verið duglegur við að ferðast og taka nýjum áskorunum. Til að mynda var hann eitt ár í norska hernum. „Eftir menntaskólann, þá hef ég verið 19 ára, þá fór ég í herinn. Ég var í landamæraeftirliti á landamærum Noregs og Rússlands. Ég var flokksforingi þar í eitt ár og það var mjög spennandi. Eftir það fór ég í nám í Bergen í nýmiðlun en það var ekki gaman. Þetta var svona blanda af sjónvarpsframleiðslu og tölvunarfræði.“ Håkon segir að námið hafi ekki átt við hann, að hluta til því honum fannst hann ekki hafa nógu mikið frelsi til að skapa. „Þetta var allt á byrjunarreit. Ég hafði verið svo mikið í að framleiða efnið áður þannig að mér fannst þetta of mikil grundvallaratriði. Ég vildi líka ekki að fólk væri alltaf að segja mér hvernig ég ætti að gera hlutina. Ímyndunaraflið verður að koma frá manni sjálfum, ekki fólki sem segir manni hvernig maður eigi að gera hlutina.“ Håkon hætti því námi og þá lá leið hans til Afríku þar sem hann starfaði á munaðarleysingjahæli. Eftir það fór hann til Sviss og starfaði sem skíðakennari í svissnesku ölpunum í tvö ár, þar sem hann starfaði einnig við að taka myndir og myndbönd fyrir skíðaskólann.Håkon ásamt Elizu Reid forsetafrú. Hann ferðaðist með henni til Grænlands í september síðastliðnumMynd/Håkon Broder LundGetur ekki gert allt Aðspurður segist Håkon hafa fengið mikið af tilboðum um að framleiða efni enda ljóst að heppnin sé með þeim í för sem hefur Håkon í sínu liði. „Það eru margir að spyrja hvort ég geti gert efni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir prófkjörið þá fékk ég íka margar fyrirspurnir um hvort ég gæti unnið við prófkjör. Ekki bara frá Sjálfstæðisfólki, líka frá öðrum flokkum. En það er ekki hægt að gera allt, ég þurfti bara að velja.“ Hann segist einnig hafa hug á að starfa áfram við myndbandagerð og ljósmyndun og að jarðfræðinámið nýtist glettilega vel í framleiðslunni. „Ég ætla að klára námið fyrst, en ég held ég haldi áfram að gera myndbönd og taka myndir. Það er svo gaman og spennandi og svo er frábært að geta verið skapandi líka. Ég get líka notfært mér það sem ég hef lært í jarðfræði í ljósmyndun og við myndbandagerð, notað jarðfræðina til að sýna Ísland.“ Hann segist jafnframt reyna að sýna mannlegu hliðarnar á stjórmálamönnunum sem hann myndar og það gefi fólki aðra sýn á frambjóðendur. „Í kosningabaráttunum hef ég reynt að leggja áherslu á mannlegu eiginleika einstaklinganna sem ég er að mynda. Það er mjög skýrt í þekktustu myndunum af Guðna frá í sumar. Þær eru flestar myndir þar sem hann veit ekki að ég er að mynda, þar sem hann er eðlilegur. Þegar myndir eru teknar af opinberum persónum óafvitandi þá sjást aðrar hliðar á þeim en fólk er vant að sjá. Þetta á líka við um kökumyndbandið, þetta var Bjarna svo eðlislægt. Ég vil sýna mannlegu hliðarnar þegar fólk er ekki jafn vart um sig.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Håkons á Instagram síðu hans.
Kosningar 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira