Skotásársin í Fellahverfi: Yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 09:52 Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði að bræðrunum umrætt ágústkvöld í Fellahverfinu. Vísir/Eyþór Árnason Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04
Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39