Innlent

Skoða hraða á nettengingum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Loforð um hraða tenginga eru kannski ekki alltaf efnd.
Loforð um hraða tenginga eru kannski ekki alltaf efnd. vísir/getty
Neytendastofu hafa borist mörg erindi frá neytendum vegna auglýsinga fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu og hraða nettenginga. Neytendastofa hefur beðið Póst- og fjarskiptastofnun að upplýsa hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á interneti eða breiðbandstengingum sem auglýstur er. 

Í viðmiðum systurstofnunar Neytendastofu í Danmörku kemur fram að óheimilt sé að auglýsa ákveðinn hraða nema að unnt sé að tryggja neytendum hann.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×