Innlent

Tilkynningum um ofbeldisbrot fjölgar milli mánaða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mánaðarskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2016 hefur verið birt.
Mánaðarskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2016 hefur verið birt. Vísir/Pjetur
Mánaðarskýrsla lögreglunnar á göfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2016 hefur verið birt.

Þar kemur meðal annars fram að tilkynningum um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu fjölgar milli mánaða en alls var skráð 751 tilkynning um hegningarlagabrot í október. Tilkynningunum fjölgar um átt prósent miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða á undan.

Þá fjölgar tilkynntum ofbeldisbrotum einnig umtalsvert. Í október voru skráð 115 ofbeldisbrot sem er fjölgun um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu 12 mánuði á undan. Til samanburðar voru 92 ofbeldisbrot tilkynnt í september.

Tilkynnt var um 19 kynferðisbrot í október og eru það fleiri brot en í september þegar 14 brot voru tilkynnt. Þá voru skráðar 317 tilkynningar um þjófnað í október, og eru það færri tilkynningar en í september og þá voru tilkynningarnar 337 talsins.

Í heildina eru brotin það sem af er ári færri en á sama tíma árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×