Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 09:00 „Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
„Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30