Geitin brunnin Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 07:50 IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan fjögur í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði voru brennuvargarnir á bak og burt, en lögreglan gómaði þá skömmu síðar. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslum í nótt. Í síðustu viku reyndu tveir ungir menn að kveikja í geitinni, sem líklegast er sú frægasta á landinu. Þó er hún mögulega ekki sú frægasta út fyrir landsteinana. Mennirnir tveir voru taldir heppnir að hafa ekki kveikt í sér. eins og sjá má á myndbandi af atvikinu.Sjá einnig: Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinniEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá voveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan fjögur í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði voru brennuvargarnir á bak og burt, en lögreglan gómaði þá skömmu síðar. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslum í nótt. Í síðustu viku reyndu tveir ungir menn að kveikja í geitinni, sem líklegast er sú frægasta á landinu. Þó er hún mögulega ekki sú frægasta út fyrir landsteinana. Mennirnir tveir voru taldir heppnir að hafa ekki kveikt í sér. eins og sjá má á myndbandi af atvikinu.Sjá einnig: Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinniEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá voveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira