Innlent

Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 

Lokið var við fyrsta áfanga byggingu kísilmálmverskmiðjuna í ágúst og hefur félagið verið að prófa framleiðslubúnaðinn og undirbúa gangsetningu kísilmálmframleiðslu síðustu tvo og hálfan mánuð.

Aðal verksmiðjuhúsið er 38 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð, en alls samanstendur verksmiðjan að sjö húsum. Verksmiðjan hefur skapað töluvert af störfum á svæðinu. 

Í ofnhúsinu er 32 megavatta ljósbogaofn. Ofninn framleiðir kísilmálminn við 1900 gráðu hita við efnabreytingu af kvartsgrjóti.

Í fyrsta áfanga verða framleidd 22.900 tonn í ofninum. United Silcion hefur fengið starfsleyfi fyrir alls fjórum ofnum og er verksmiðjan hönnuð með þessa stækkun í huga en miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan 90.000 tonn á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×