Innlent

Aldrei fleiri íslensk skáldverk í jólavertíð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Nú fara bókabúðir að fyllast af jólabókum en tæplega sjö hundruð titlar eru í Bókatíðindum í ár.
Nú fara bókabúðir að fyllast af jólabókum en tæplega sjö hundruð titlar eru í Bókatíðindum í ár. Vísir/Valli
Í dag var verið að leggja lokahönd á prentun á Bókatíðindum sem verður dreift á öll heimili á næstu dögum.

Tæplega sjö hundruð titlar eru í Bókatíðindum eða nær allar bækur sem fáanlegar eru á Íslandi þetta árið. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda segir marga bíða spennta eftir blaðinu.

„Við fáum mikið af upphringingum og erum með langa lista af Íslendingum sem eru búsettir erlendis sem fá Bókatíðindin alltaf árlega sérstaklega send frá okkur.“

Bókatíðindi hafa komið út árlega frá árinu 1928 eða í 88 ár. Fyrsti bæklingurinn var heldur lítill og eingöngu  með 52 titlum.

Árið 1956 var bókin Kvenleg fegurð auglýst á bakhliðinni með fegurðar- og megrunarráðum fyrir konur. Tímarnir eru breyttir en þrátt fyrir sífelldar áhyggjur af minnkandi lestri landans þá fjölgar íslensku skáldverkunum ár frá ári.

Jólaleg Bókatíðindi frá árinu 1956.vísir/skjáskot
„Það hafa aldrei verið fleiri frumútgefin íslensk skáldverk en í Bókatíðindum í ár. Það eru 65 frumútgefin íslensk skáldverk. En til gamans má bera það saman við Bókatíðindin 1986, þegar þau voru tuttugu. En þá voru sextíu þýðingar, mikið til ástar- og spennusögur,“ segir Bryndís  en þýðingar í ár eru eins og á undanförnum árum, nokkuð færri en íslensku skáldverkin.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×