Innlent

Skákborð notað í leik Fischer og Spassky sett á uppboð

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fischer kom, sá og sigraði Spassky á þessu örlagaríka skákmóti en hann leit svo á að leikurinn væri táknræn birtingarmynd raunveruleikans.
Fischer kom, sá og sigraði Spassky á þessu örlagaríka skákmóti en hann leit svo á að leikurinn væri táknræn birtingarmynd raunveruleikans. Vísir/Getty
Skákborð, sem notað var í heimsmeistaraeinvígi aldarinnar á milli hins sovéska Boris Spassky og hins bandaríska Bobby Fischer verður selt á uppboði næstkomandi föstudag. Fischer og Spassky notuðust við skákborið í 14 leikjum á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Reykjavík 1972. Skákborðið er eiginhandaráritað.

Uppboðið verður hluti af FIDE heimsmeistaramótinu í skák sem hófst í New York síðastliðinn föstudag. Fyrsta boð er 75 þúsund dollarar en borðið er nú í eigu ónefnds bandarísks safnara.

Heimsmeistaraeinvígið á milli Spassky og Fischer er eitt það eftirminnilegasta í sögunni. Einvígið sýndi ekki einungis fram á snilligáfu skákmeistaranna heldur var pólitíska andrúmsloftið á milli Rússlands og Bandaríkjanna fremur þungt.

Sovétríkin höfðu haldið velli sem heimsmeistarar síðan eftir seinni heimsstyrjöldina og töldu þeir það vera merki um yfirburði sína á öllum sviðum gagnvart Bandaríkjunum, sérstaklega á sviði samfélagsmála.

Fischer kom, sá og sigraði Spassky á þessu örlagaríka skákmóti en hann leit svo á að leikurinn væri táknræn birtingarmynd raunveruleikans; Hið frjálsa land á móti Sovétríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×