Innlent

Borgarstjóri felldi Oslóartréð í Heiðmörk

Anton Egilsson skrifar
Dagur B. Eggertsson við fellingu Oslóartrésins í Heiðmörk í morgun.
Dagur B. Eggertsson við fellingu Oslóartrésins í Heiðmörk í morgun. Mynd: Reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, felldi Oslóartréð í Heiðmörk klukkan ellefu í morgun. Kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að Oslóartréð verði sett upp á Austurvelli og jólaljósin á trénu tendruð þann 27. nóvember næstkomandi. 

Áður en að Borgarstjóri hafðist handa kom hann við í skemmu Skógræktarfélagsins í Heiðmörk þar sem hann fékk viðeigandi öryggisbúnað og vélar til verksins hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins. Tréð sem borgarstjóri felldi var 12 metrar og 18 sentimetrar að lengd og 57 ára gamalt.

Framvegis verður íslenskt grenitré notað til að prýða Austurvöll en Oslóarborg hefur aðkomu að viðburðinum. Fyrir jólin í fyrra var seinasta Oslóartréð sent frá Norgegi til Íslands en borgirnar tvær ákváðu í sameiningu að hætta sendingum jólatrjáa milli landanna þar sem það samræmist ekki umhverfissjónarmiðum.

Þá var í morgun einnig fellt tré sem verður fært Færeyingum að gjöf og kemur til með að prýða Tinghúsvöllinn. Fyrr í mánuðinum hafði verið fellt tré sem sent hefur verið sjóleiðis til Nuuk í Grænlandi. Fulltrúar allra borganna voru viðstaddir fellinguna í Heiðmörk í morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×