Innlent

Stal bíl og ók á stóran stein er lögregla veitti honum eftirför

Anton Egilsson skrifar
Bílþjófurinn reyndi að stinga lögreglumenn af.
Bílþjófurinn reyndi að stinga lögreglumenn af. Vísir/Pjetur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir aðilar voru handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um heimilisofbeldi og þá stöðvaði lögregla einnig fjölda ökumanna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, oftast löglegra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um nytjastuld bifreiðar við Select Suðurfelli. Bílþjófurinn var handsamaður um það bil klukkustund síðar eftir eftirför sem endaði með umferðaróhappi þegar hann ók bifreiðinni á stóran stein.  Tók hann síðar á rás og reyndi að hlaupa af vettvangi en var fljótt handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.  Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og fleira.

Þá var ungur maður handtekinn við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf fimm í morgun. Aðspurður um kennitölu framvísaði maðurinn ökuskírteini sem var ekki hans.  Við vistun í fanageymslu kom hans rétta nafn í ljós og reyndist hann aðeins 17 ára.  Foreldri kom á lögreglustöð og sótti drenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×