Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Chris Christie og Rudy Giuliani hafa báðir staðið dyggilega með Trump og hafa fyrir vikið verið mátaðir við ráðherrastóla í væntanlegri ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira