Innlent

Vörubifreið varð fyrir aurskriðu í Berufirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aurskriðan féll á þjóðveg 1 í Berufirði.
Aurskriðan féll á þjóðveg 1 í Berufirði. vísir/loftmyndir
Klukkan 19:17 í kvöld barst tilkynning til neyðarlínu að um það bil 20 metra braut aurskriða hafi fallið yfir þjóðveg 1 í Berufirði á Austfjörðum, nærri býlinu Núpi, og er vegurinn þar lokaður í báðar áttir.  Vörubifreið lenti í skriðunni og voru sjúkrabíll, lögregla og björgunarsveitir kölluð út.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að búist er við að vegurinn verði lokaðir í nokkurn tíma en ekki fást nánari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært: Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var sagt að Núpur væri eyðibýli en það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×