Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 09:59 Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49