Innlent

Þurfa að sækja læknisþjónustu í Kópavog

Þorgeir Helgason skrifar
Mikil umferð er um læknavaktina á Smáratorgi í Kópavogi.
Mikil umferð er um læknavaktina á Smáratorgi í Kópavogi. vísir/ernir
Frá og með 1. febrúar 2017 munu Mosfellingar þurfa að sækja sér læknisþjónustu á Læknavaktina á Smáratorgi utan dagvinnutíma og um helgar. Þetta kemur fram á mosfellingur.is.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur tilkynnt læknum á heilsugæslustöðinni í Mosfellsbæ að vaktþjónusta á vegum heilsugæslustöðvarinnar um nætur og helgar muni falla niður í kjölfar ákvörðunar velferðarráðuneytisins.

Læknar á heilsugæslustöðinni í Mosfellsbæ hafa hingað til sinnt vaktþjónustu utan dagvinnutíma og um helgar fyrir íbúa bæjarins, Kjalarnes og Kjósarhrepp. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×