Varðar mig og þig um skólann? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar