Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. vísir/vilhelm „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira