Enski boltinn

Hjálpaðu Gylfa að vera leikmaður mánaðarins hjá Sky Sports

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um helgina.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um helgina. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stuði með liði Swansea á síðustu vikum og átti frábæran leik um helgina þegar Swansea vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í ágúst.

Gylfi skoraði eitt mark beint úr aukaspyrnu, átti eina stoðsendingu og svo stóran þátt í undirbúningi hinna þriggja markanna í 5-4 endurkomusigri Swansea á Crystal Palace.

Gylfi er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í þremur leikjum Swansea í nóvember og er einn af sex leikmönnum sem koma til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember að mati Sky Sports.

Aðrir sem koma til greina eru þeir Matt Phillips hjá West Bromwich Albion, Nordin Amrabat hjá Watford, Sergio Aguero hjá Manchester City, Victor Anichebe hjá Sunderland og Victor Moses hjá Chelsea.

Íslendingar geta hjálpað landa sínum með því að fara inn á heimasíðu Sky Sports og kjósa Gylfa. Það er hægt að gera með því að smella á þennan tengil og smella síðan á nafn Gylfa.

Hann var í öðru sæti í kringum þrjú með 17 prósent atkvæða en Victor Moses hafði þá fengið 47 prósent atkvæða og er því mjög sigurstranglegur.

Íslenskir fótboltamenn eru þekktir fyrir að gefast aldrei upp og framkvæma fótboltakraftaverk inn á vellinum. Það er því enn von fyrir Gylfa.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði flott mark um helgina.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu um helgina og hefur þar með skorað tíu slík mörk á stóra sviðinu í evrópskum fótbolta. Fréttablaðið skoðar þessi tíu eftirminnilegu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×