Enski boltinn

Messan: Heaton hefur lært af handboltamarkvörðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markvörður Burnley, Tom Heaton, hefur verið magnaður á leiktíðinni og lenti í yfirheyrslu hjá Hjörvari Hafliðasyni fyrir helgi.

Fyrsta spurning var að sjálfsögðu um markvörsluna ótrúlegu á Old Trafford þar sem hann varði skot frá Zlatan Ibrahimovic á magnaðan hátt. Heaton átti ógleymanlegan dag á Old Trafford.

„Ég horfði á Schmeichel í æsku og hann var ein af hetjunum mínum. Hann vakti athygli mína á þessu og ég hef reynt að læra af honum. Hann kann handbolta og þetta er honum eðlislægt,“ sagði Heaton sem hefur horft á handbolta og er afar hrifinn af handboltamarkvörðum.

„Það er magnað að sjá hvernig þeir beita sér. Það má nýta sér ýmislegt sem handboltamarkverðir gera.“

Viðtal Hjörvars við Heaton var bæði skemmtilegt og áhugavert. Það má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola

Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×