Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:45 Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir. Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir.
Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30