Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hann hefur kannski ekki skorað beint úr aukaspyrnu fyrir íslenska landsliðið í að verða fjögur ár en Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir löngu orðinn einn allra hættulegasti spyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enginn leikmaður í bestu deild í heimi hefur skorað fleiri aukaspyrnumörk frá byrjun síðasta tímabils. Markið hans á móti Crystal Palace um helgina var það þriðja hjá Gylfa beint úr aukaspyrnu frá því í ágúst 2015. Frábær spyrnufótur Gylfa skilaði ekki aðeins þessu eina marki beint úr aukaspyrnu því öll hin fjögur mörk Swansea-liðsins komu eftir eða í framhaldi af stórhættulegum sendingum hans inn í vítateig Palace-manna.Í hópi með Mata og Eriksen Aukaspyrnumark Gylfa um helgina var einnig það sjötta sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins þeir Christian Eriksen og Juan Mata hafa náð því að skora sex sinnum beint úr aukaspyrnu frá því að Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en jafnframt pirraður yfir því að hafa misst niður 3-1 forystu og lent 4-3 undir. Við sýndum þá mikinn karakter því mörg lið hefðu gefist upp í stöðunni 4-3,“ sagði Gylfi eftir leik.Skrýtinn leikur „Þetta var skrýtinn leikur en við sýndum karakter. Trúin er til staðar. Við þurfum að byggja ofan á þennan leik sem og leikinn á móti Everton í síðustu viku og reyna að vera aðeins betri í næsta leik. Þetta snerist samt bara um að ná í þessi þrjú stig og þá skiptir ekki máli hvort þetta sé fallegur eða ljótur sigur,“ sagði Gylfi. Markið hans var þó af glæsilegri gerðinni og átti sinn þátt í því að gera sigurinn talsvert „fallegri.“ Það hefur reynt mikið á liðið í öllu mótlætinu að undanförnu en lið með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs eiga alltaf ás upp í erminni í spyrnum hans úr föstum leikatriðum eins og sannaðist með svo eftirminnilegum hætti um helgina. Gylfi hefur spilað á stóra sviði Evrópu frá því að hann fór frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim fyrir tímabilið 2010-11 en undanfarin sex ár hefur hann síðan spilað í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Gylfi skoraði tvö aukaspyrnumörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Hoffenheim en skipti síðan yfir í ensku úrvalsdeildina í janúar 2012. Gylfi skoraði eitt aukaspyrnumark í átján leikjum sem hann spilaði með Swansea fram á vor. Gylfi náði ekki að skora mark beint úr aukaspyrnu á tveimur tímabilum sínum með Tottenham en hann hefur aftur á móti skorað 5 af 22 mörkum sínum undanfarin þrjú tímabili með Swansea með skoti beint úr aukaspyrnu.Góður á móti Hennessey Gylfi vildi eflaust spila á móti Wayne Hennessey á hverjum degi enda búinn að skora hjá honum tvisvar á þessu ári með skoti beint úr aukaspyrnu. Þar áður hafði hann skorað tvisvar úr aukaspyrnu fram hjá bandaríska markverðinum Brad Guzan. Gylfi skoraði tvö eftirminnileg mörk beint úr aukaspyrnu í mikilvægum sigrum íslenska liðsins í undankeppni HM 2014. Það fyrra tryggði Íslandi 2-1 sigur á Albaníu en það síðara var fyrra mark hans í 2-1 sigri í Slóveníu. Seinna aukaspyrnumark Gylfa með landsliðinu leit dagsins ljós 22. mars 2013 og síðan hefur hann spilað 32 landsleiki í röð án þess að skora beint úr aukaspyrnu. Næsta aukaspyrnumark hans fyrir Ísland dettur vonandi inn á árinu 2017 og hjálpar íslenska liðinu að komast á HM í fyrsta sinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00 Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58 Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32 Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00 Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00 Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili. 28. nóvember 2016 13:00
Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær. 27. nóvember 2016 22:58
Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley. 27. nóvember 2016 10:32
Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar. 26. nóvember 2016 17:00
Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39
Gylfi í góðum félagsskap í liði vikunnar Gylfi Þór Sigurðsson fær lof út um allt eftir frammistöðu sína með Swansea gegn Crystal Palace. 28. nóvember 2016 09:00
Gylfi átti þátt í öllum fimm mörkum Swansea | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins Tuttuguogþrjú mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27. nóvember 2016 10:00