Enski boltinn

Pochettino: Sissoko átti ekki skilið að vera í hópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Moussa Sissoko, annar af tveimur dýrustu leikmönnum í sögu Tottenham Hotspur, er ekki nógu góður til að komast á bekkinn hjá Spurs um þessar mundir.

Sissoko var ekki í leikmannahópi Tottenham þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Chelsea á laugardaginn.

„Fótbolti snýst ekki um peninga. Þú verður að sýna á æfingasvæðinu að þú sért betri en hinir leikmennirnir og eigir skilið að spila,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham.

Sissoko hefur ollið miklum vonbrigðum hjá Tottenham en félagið greiddi Newcastle United 30 milljónir punda fyrir hann á lokadegi félagaskiptagluggans í haust.

Sissoko hefur bara byrjað fjóra deildarleiki á tímabilinu og aðeins einu sinni leikið allar 90 mínúturnar í deildarleik. Frakkinn hefur ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan hann fékk þriggja leikja bann fyrir að gefa Harry Arter, leikmanni Bournemouth, olnbogaskot í leik liðanna 22. október síðastliðinn.

Pochettino segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hinn 27 ára gamla Sissoko.

„Ef þú kaupir leikmann sem stenst ekki væntingar og aðrir eiga meira skilið að spila, af hverju áttu að nota leikmanninn sem kostaði mikið?“ sagði Pochettino um Sissoko.

„Hann þarf að sjálfsögðu að leggja hart að sér og sýna að hann eigi skilið að vera í liðinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×