Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 12:36 Formennirnir tóku fyrsta snúningin á stjórnarmyndunarviðræðum en gáfust upp. Vísir/Vilhelm/Anton Þingmaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokk vera æskilegasta kostinn í stöðunni og sá sem liggi beinast við. Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hittust á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf en líklegt er talið að flokkarnir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm í gær en samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn meðal annars boðaður til að ræða málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í sjávarútvegsmálum. Eftir fundinn sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki væri tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist milli flokkanna.Vísir/VilhelmHugsa í lausnum Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, játar því hvorki né neitar að fundurinn í gær hafi verið skref í átt að því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er sannarlega vongóður um það að við getum náð saman í þessu mynstri eða öðru. Ég held að það sé líka kominn sá tími að menn þurfi aðeins að setjast niður og átta sig á því að það er liðinn mánuður eða fimm vikur frá kosningum. Þannig að nú þurfa menn að fara að hugsa í lausnum,” segir Pawel.Áttu von á að þessir flokkar hefji formlegar viðræður í dag?„Ég bara satt að segja veit það ekki. Eins og ég segi, þetta er einn af þeim möguleikum sem er fyrir hendi. Mér persónulega lýst ágætlega á þetta mynstur, hef alltaf sagt það. En ég hef ekki nánari upplýsingar um það að sinni.”A, C og D liggur beinast við Þú segir að þetta sé einn af möguleikunum. Eins og staðan er í dag og hvernig viðræður allra flokka hafa þróast. Sérðu aðra vænlegri kosti í stöðunni en ríkisstjórn ykkar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks? „Eins og ég segi að þá finnst mér þetta vera æskilegasti kosturinn. En það hefur verið nefnt að þetta er tiltölulega naumur meirihluti og ég veit að það er fólk enn þá að tala saman víða. Þannig að það eru vissulega aðrir kostir í stöðunni en eins og ég segi, þá finnst mér þetta vera sá kostur sem að liggur hvað beinast við,” segir Pawel. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki verið boðaður fundur milli formanna flokkanna þriggja. Hins vegar er búist við að þeir hittist eftir hádegi og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar í kjölfarið en sá fundur hefur þó ekki verið boðaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokk vera æskilegasta kostinn í stöðunni og sá sem liggi beinast við. Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hittust á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf en líklegt er talið að flokkarnir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm í gær en samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn meðal annars boðaður til að ræða málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í sjávarútvegsmálum. Eftir fundinn sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki væri tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist milli flokkanna.Vísir/VilhelmHugsa í lausnum Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, játar því hvorki né neitar að fundurinn í gær hafi verið skref í átt að því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er sannarlega vongóður um það að við getum náð saman í þessu mynstri eða öðru. Ég held að það sé líka kominn sá tími að menn þurfi aðeins að setjast niður og átta sig á því að það er liðinn mánuður eða fimm vikur frá kosningum. Þannig að nú þurfa menn að fara að hugsa í lausnum,” segir Pawel.Áttu von á að þessir flokkar hefji formlegar viðræður í dag?„Ég bara satt að segja veit það ekki. Eins og ég segi, þetta er einn af þeim möguleikum sem er fyrir hendi. Mér persónulega lýst ágætlega á þetta mynstur, hef alltaf sagt það. En ég hef ekki nánari upplýsingar um það að sinni.”A, C og D liggur beinast við Þú segir að þetta sé einn af möguleikunum. Eins og staðan er í dag og hvernig viðræður allra flokka hafa þróast. Sérðu aðra vænlegri kosti í stöðunni en ríkisstjórn ykkar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks? „Eins og ég segi að þá finnst mér þetta vera æskilegasti kosturinn. En það hefur verið nefnt að þetta er tiltölulega naumur meirihluti og ég veit að það er fólk enn þá að tala saman víða. Þannig að það eru vissulega aðrir kostir í stöðunni en eins og ég segi, þá finnst mér þetta vera sá kostur sem að liggur hvað beinast við,” segir Pawel. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki verið boðaður fundur milli formanna flokkanna þriggja. Hins vegar er búist við að þeir hittist eftir hádegi og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar í kjölfarið en sá fundur hefur þó ekki verið boðaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39
Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00