Enski boltinn

Monk þarf að taka erfiða ákvörðun: Allir vilja spila á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garry Monk, knattspyrnustjóri Leeds, ræðir fyrir aðstoðarmann sinn.
Garry Monk, knattspyrnustjóri Leeds, ræðir fyrir aðstoðarmann sinn. Vísir/Getty
Leeds United verður í sviðsljósinu á Anfield annað kvöld þegar Liverpool tekur á móti enska b-deildarliðinu í átta liða úrslitum enska deildabikarsins.

Garry Monk, fyrrum stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea City, tók við Leeds-liðinu í sumar og liðið er eins og er í fimmta sæti ensku b-deildarinnar.

„Það vilja allir spila á móti Liverpool og ég þarf að taka erfiða ákvörðun,“ sagði Garry Monk.

„Þessi keppni hefur hjálpað okkur virkilega mikið og okkur hefur tekist að nota þessa bikarleiki til að koma okkur á skrið,“ sagði Monk.

Þetta verður fimmti leikur liðsins í enska deildarbikarnum en liðið hefur áður slegið út Fleetwood Town, Luton Town, Blackburn og Norwich en leikurinn á móti Kanarífuglunum fór alla leið í vítakeppni.

„Þegar þú ert kominn svona langt í svona keppni þá getur allt gerst. Þessi leikur verið mjög gott próf fyrir okkur. Sama hvernig þetta fer þá verður þetta frábær reynsla,“ sagði Monk.

„Við viljum vinna og við förum inn í alla leiki með það hugarfar og þá trú að við getum unnið. Morgundagurinn verður ekkert öðruvísi,“ sagði Monk.

Leikur Liverpool og Leeds verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.40 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×