Níu daga þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Aldraður maður hefur stillt upp ljósmyndum af Castro og fleiri byltingarhetjum í höfuðborginni Havana þar sem hann situr á gangstéttinni í hjólastól sínum. vísir/epa Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Níu daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna láts Fidels Castro. Aska hans verður grafin í Santiago de Cuba sunnudaginn 4. desember. Meðan þjóðarsorgin varir verða öll störf lögð niður og engir opinberir viðburðir haldnir, hvorki tónleikar, leiksýningar né íþróttakappleikir. Flaggað verður í hálfa stöng, sala áfengis hefur verið stöðvuð og í útvarpi og sjónvarpi verður boðið upp á „upplýsandi, þjóðhollt og sögulegt efni,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum. Skipulagðar hafa verið miklar skrúðgöngur til að heiðra byltingarleiðtogann, sem ríkti þar í tæpa fjóra áratugi. Þá verður fjölmenn samkoma haldin í höfuðborginni, Havana, að kvöldi þriðjudags.Ríkti á Kúbu í tæpa fjóra áratugiHandan hafsins, í Miami í Bandaríkjunum, hafa margir íbúar hins vegar fagnað ákaft láti Castros. Þar hefur áratugum saman búið fjöldi fólks sem flúði frá Kúbu vegna harðstjórnar Castros. „Það sem þú sérð hérna er fólk sem hefur þjáðst,“ segir Tomas Regalado, borgarstjóri í Miami, samkvæmt frásögn á fréttavef dagblaðsins The Miami Herald. „En það sem þú sérð hér er líka mikill fjöldi ungs fólks sem fagnar vegna feðra sinna og afa sem Fidel Castro olli tjóni, réðst á og drap.“ Castro nýtur hins vegar mikilla vinsælda á Kúbu og víða í löndum Suður- og Mið-Ameríku. Þar er hann byltingarhetjan sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum áratugum saman. Jafnvel þótt lífskjör á Kúbu hafi verið frekar bágborin alla tíð síðan hann gerði byltingu árið 1959, þá virðist almenningur upp til hópa sannfærður um velvilja hans í garð þjóðarinnar. Castro var níræður þegar hann lést á föstudaginn. Bróðir hans Raúl, sem nú er 85 ára, tók við af honum árið 2006, fyrst til bráðabirgða en formlega árið 2008. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér árið 2018. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira