Hvað á að gera við fríríkið Liberland? Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Fáni Liberland Það gerist reglulega að fram á sjónarsviðið spretta örríki sem flest eiga það sameiginlegt að enginn telur þau marktæk. Venjan er sú að þau hverfi svo til jafn harðan og þau birtast eða í síðasta lagi þegar jarðvist stofnandans lýkur. Þó eru dæmi um nokkur ríki sem lifa ágætis lífi. Nægir í því samhengi að nefna Kristjaníu, Sealand og Seborga. Í fyrra var ríkið Liberland, sem á hinu ástkæra ylhýra gæti kallast Frjálsland, stofnað á landsvæði við Dóná milli landamæra Króatíu og Serbíu. Löngum hefur staðið deila á milli Króatíu og Serbíu um hvernig skuli skipta landinu við Dóná. Þegar gamla Júgóslavía liðaðist í sundur þurfti að skipta landinu upp á nýtt. Þar á meðal er rúmlega 100 kílómetra löng leið meðfram Dóná. Króatar hafa gert tilkall til sex svæða á austurbakka árinnar en Serbar telja sig ráða yfir þeim svæðum. Á móti hafa Króatar eftirlátið Serbum svæði við vesturbakkann sem Serbar vilja ekki sjá því ef Serbar tækju við svæðinu myndu Króatar líta svo á að tillaga þeirra hefði verið samþykkt. Þeir hafa á móti látið landsvæðið sín megin óafskipt til að fallast ekki á tillögur Serba.Fjölmörg smáríki eru til víðs vegar um heiminn.Blautur draumur frjálshyggjumannaÞað var við þessar aðstæður sem grundvöllur skapaðist fyrir stofnun Frjálslands. Í apríl í fyrra fór hinn tékkneski Vit Jedlicka á svæðið, lýsti yfir stofnun Frjálslands og var sjálfur kjörinn forseti af tveimur aðilum sem með voru í för, kærustu sinni og einu vitni. Álitu þau að sökum landamæradeilunnar væri þarna á ferð sjö ferkílómetra, rúmlega þrefalt Seltjarnarnes, einskismannsland, terra nullinus, og því stæði ekkert í vegi þeirra að nema þar land líkt og Ingólfur Arnarson nam Ísland forðum. Frjálsland er ekki eina dæmið um örríkið á svæðinu því tvö enn smærri hafa sprottið fram á sjónarsviðið. Samtímis stofnuninni var send út fréttatilkynning um stofnun Frjálslands. Þar segir meðal annars að „markmið stofnenda ríkisins sé að búa til nýtt ríki þar sem frjálst fólk fær að blómstra án þess að ríkisvaldið stjórni því með óþarfa skattskyldu og reglusetningu“. Í manifestó ríkisins kemur til að mynda fram að það skuli vera herlaust, löggæsla verði í höndum einstaklingsins og engir verði þar skattarnir. Þess í stað muni það taka við frjálsum framlögum frá þegnum landsins. Heilbrigðiskerfi, sorphirða, samgöngur, allt verður þetta drifið áfram af einkaframtakinu eða í gegnum hópfjármögnun íbúa. Öll bjúrókrasía er fyrirlitin og eyðublöð óþörf. Viltu giftast einhverjum? Til hamingju, þið eruð hjón. Fréttir af stofnun Frjálslands fóru líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla og strax á fyrstu dögum þess höfðu þúsundir sótt um ríkisborgararétt. Allir geta sótt um ríkisfang þar nema nasistar, kommúnistar og fasistar. Umsóknir nema nú tæplega hálfri milljón en aðeins nokkrir tugir þúsunda munu hljóta ríkisfang að lokum. Í ofanálag hafa margir lagt fé í verkefnið. Frá stofnun hafa tæplega 116 þúsund dollarar safnast með frjálsum framlögum í gegnum BitCoin en BitCoin er opinber gjaldmiðill landsins. Þá hefur annað eins safnast í öðrum gjaldmiðlum. Alls nemur það rúmlega 28 milljónum króna miðað við núverandi gengi.Alls ekkert grínÞví er sjaldnast tekið af mikilli alvöru þegar einhver furðufuglinn býr til fána, Wikipedia-síðu og lýsir síðan yfir sjálfstæði lítillar landspildu þar sem hann sjálfur ræður ríkjum. Frjálsland er engin undantekning þó það njóti einhverrar hylli á veraldarvefnum. Alþjóðasamfélagið hefur sýnt stofnun Frjálslands lítinn áhuga og Serbum er nokkuð sama um það. Jedlicka hefur þó sýnt það á undanförum mánuðum að honum er full alvara. Frjálsland hefur til að mynda efnt til hugmyndasamkeppni um hvernig skuli byggja á svæðinu þegar þar að kemur. Sú keppni laðaði að tillögur frá mörgum af þekktustu arkitektastofum heims en sigurtillagan stefndi að því að orkuþörf borgarinnar yrði svarað með þörungum. Að auki hefur fjöldi vegabréfa verið gefinn út fyrir þá sem hlotið hafa ríkisborgararétt. Króatía er eina ríkið sem stjórnvöld hafa ekki hunsað Frjálsland alfarið. Landamæraverðir vakta svæðið og passa að enginn komist þar inn. Jedlicka var eitt sinn stöðvaður þegar hann reyndi að komast inn á svæðið og stóð til að sekta hann fyrir verkið. Úr varð dómsmál sem var að lokum vísað frá og sektin felld niður þar sem dómstólar töldu sig ekki hafa lögsögu til að dæma í málinu. Frá stofnun Frjálslands má færa rök fyrir því að Jedlicka hafi það að mörgu leiti ágætt. Sem forseti útópíu anarkófrjálshyggjumanna hefur hann farið í opinberar heimsóknir víðsvegar um veröldina. Honum hefur verið boðið að halda fyrirlestra um tilraunina og hvernig hún hefur á vissan hátt gengið vonum framar. Í fyrirlestrunum hefur honum meðal annars verið tíðrætt um hvernig Frjálsland uppfylli nú nær öll skilyrði sem Montevideo-sáttmálinn setur til að teljast ríki. Við sáttmálann hefur verið miðað í þjóðarétti en samkvæmt honum þarf ríki varanlegan íbúafjölda, skilgreint landsvæði, stjórnvöld og getu til að stunda samskipti við önnur ríki. Hvað verður um Frjálsland getur tíminn einn leitt í ljós en Jedlicka, og sendiherrar hans í löndum um veröld alla, munu í það minnsta halda áfram að vinna með hag ríkisins að leiðarljósi. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Það gerist reglulega að fram á sjónarsviðið spretta örríki sem flest eiga það sameiginlegt að enginn telur þau marktæk. Venjan er sú að þau hverfi svo til jafn harðan og þau birtast eða í síðasta lagi þegar jarðvist stofnandans lýkur. Þó eru dæmi um nokkur ríki sem lifa ágætis lífi. Nægir í því samhengi að nefna Kristjaníu, Sealand og Seborga. Í fyrra var ríkið Liberland, sem á hinu ástkæra ylhýra gæti kallast Frjálsland, stofnað á landsvæði við Dóná milli landamæra Króatíu og Serbíu. Löngum hefur staðið deila á milli Króatíu og Serbíu um hvernig skuli skipta landinu við Dóná. Þegar gamla Júgóslavía liðaðist í sundur þurfti að skipta landinu upp á nýtt. Þar á meðal er rúmlega 100 kílómetra löng leið meðfram Dóná. Króatar hafa gert tilkall til sex svæða á austurbakka árinnar en Serbar telja sig ráða yfir þeim svæðum. Á móti hafa Króatar eftirlátið Serbum svæði við vesturbakkann sem Serbar vilja ekki sjá því ef Serbar tækju við svæðinu myndu Króatar líta svo á að tillaga þeirra hefði verið samþykkt. Þeir hafa á móti látið landsvæðið sín megin óafskipt til að fallast ekki á tillögur Serba.Fjölmörg smáríki eru til víðs vegar um heiminn.Blautur draumur frjálshyggjumannaÞað var við þessar aðstæður sem grundvöllur skapaðist fyrir stofnun Frjálslands. Í apríl í fyrra fór hinn tékkneski Vit Jedlicka á svæðið, lýsti yfir stofnun Frjálslands og var sjálfur kjörinn forseti af tveimur aðilum sem með voru í för, kærustu sinni og einu vitni. Álitu þau að sökum landamæradeilunnar væri þarna á ferð sjö ferkílómetra, rúmlega þrefalt Seltjarnarnes, einskismannsland, terra nullinus, og því stæði ekkert í vegi þeirra að nema þar land líkt og Ingólfur Arnarson nam Ísland forðum. Frjálsland er ekki eina dæmið um örríkið á svæðinu því tvö enn smærri hafa sprottið fram á sjónarsviðið. Samtímis stofnuninni var send út fréttatilkynning um stofnun Frjálslands. Þar segir meðal annars að „markmið stofnenda ríkisins sé að búa til nýtt ríki þar sem frjálst fólk fær að blómstra án þess að ríkisvaldið stjórni því með óþarfa skattskyldu og reglusetningu“. Í manifestó ríkisins kemur til að mynda fram að það skuli vera herlaust, löggæsla verði í höndum einstaklingsins og engir verði þar skattarnir. Þess í stað muni það taka við frjálsum framlögum frá þegnum landsins. Heilbrigðiskerfi, sorphirða, samgöngur, allt verður þetta drifið áfram af einkaframtakinu eða í gegnum hópfjármögnun íbúa. Öll bjúrókrasía er fyrirlitin og eyðublöð óþörf. Viltu giftast einhverjum? Til hamingju, þið eruð hjón. Fréttir af stofnun Frjálslands fóru líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla og strax á fyrstu dögum þess höfðu þúsundir sótt um ríkisborgararétt. Allir geta sótt um ríkisfang þar nema nasistar, kommúnistar og fasistar. Umsóknir nema nú tæplega hálfri milljón en aðeins nokkrir tugir þúsunda munu hljóta ríkisfang að lokum. Í ofanálag hafa margir lagt fé í verkefnið. Frá stofnun hafa tæplega 116 þúsund dollarar safnast með frjálsum framlögum í gegnum BitCoin en BitCoin er opinber gjaldmiðill landsins. Þá hefur annað eins safnast í öðrum gjaldmiðlum. Alls nemur það rúmlega 28 milljónum króna miðað við núverandi gengi.Alls ekkert grínÞví er sjaldnast tekið af mikilli alvöru þegar einhver furðufuglinn býr til fána, Wikipedia-síðu og lýsir síðan yfir sjálfstæði lítillar landspildu þar sem hann sjálfur ræður ríkjum. Frjálsland er engin undantekning þó það njóti einhverrar hylli á veraldarvefnum. Alþjóðasamfélagið hefur sýnt stofnun Frjálslands lítinn áhuga og Serbum er nokkuð sama um það. Jedlicka hefur þó sýnt það á undanförum mánuðum að honum er full alvara. Frjálsland hefur til að mynda efnt til hugmyndasamkeppni um hvernig skuli byggja á svæðinu þegar þar að kemur. Sú keppni laðaði að tillögur frá mörgum af þekktustu arkitektastofum heims en sigurtillagan stefndi að því að orkuþörf borgarinnar yrði svarað með þörungum. Að auki hefur fjöldi vegabréfa verið gefinn út fyrir þá sem hlotið hafa ríkisborgararétt. Króatía er eina ríkið sem stjórnvöld hafa ekki hunsað Frjálsland alfarið. Landamæraverðir vakta svæðið og passa að enginn komist þar inn. Jedlicka var eitt sinn stöðvaður þegar hann reyndi að komast inn á svæðið og stóð til að sekta hann fyrir verkið. Úr varð dómsmál sem var að lokum vísað frá og sektin felld niður þar sem dómstólar töldu sig ekki hafa lögsögu til að dæma í málinu. Frá stofnun Frjálslands má færa rök fyrir því að Jedlicka hafi það að mörgu leiti ágætt. Sem forseti útópíu anarkófrjálshyggjumanna hefur hann farið í opinberar heimsóknir víðsvegar um veröldina. Honum hefur verið boðið að halda fyrirlestra um tilraunina og hvernig hún hefur á vissan hátt gengið vonum framar. Í fyrirlestrunum hefur honum meðal annars verið tíðrætt um hvernig Frjálsland uppfylli nú nær öll skilyrði sem Montevideo-sáttmálinn setur til að teljast ríki. Við sáttmálann hefur verið miðað í þjóðarétti en samkvæmt honum þarf ríki varanlegan íbúafjölda, skilgreint landsvæði, stjórnvöld og getu til að stunda samskipti við önnur ríki. Hvað verður um Frjálsland getur tíminn einn leitt í ljós en Jedlicka, og sendiherrar hans í löndum um veröld alla, munu í það minnsta halda áfram að vinna með hag ríkisins að leiðarljósi.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira