Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:17 Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni Vísir/Getty „Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
„Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira