Erlent

Ellefta skákin endaði með jafntefli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu Carslen og Karjakin tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari.
Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu Carslen og Karjakin tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. vísir/epa
Heimsmeistaraeinvígi norska stórmeistarans Magnusar Carlsen og Rússans Sergei Karjakin í skák er langt á veg komið en skák þeirra félaga í kvöld lauk með jafntefli. Um var að ræða elleftu skákinaen tólfta og síðasta skákin í heimsmeistaraeinvígi þeirra fer fram næstkomandi mánudag þegar það ræðst hvor þeirra verður heimsmeistari.

„Þetta er engin draumastaða, en hún gæti verið verri,“ sagði Carlsen í samtali við norska fjölmiðla að leik loknum, en staðan í einvíginu er 5.5 á móti 5.5.

„Ég vil ekki tapa. Ég vil keppa. Og við sjáum svo hvað gerist,“ sagði Karjakin.

Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×