Í tilfinningaþrungnu myndbandi sem leikkonan Amber Heard gaf út í tilefni alþjóðlegs dags um útrýmingu ofbeldis í garð kvenna opnar hún sig um eigin persónulegu kynni af heimilisofbeldi.
Hin þrítuga leikkona sem lenti í heimilisofbeldi fyrr á þessu ári af hendi fyrrum eiginmanns hennar, leikarans Johnny Depp, segir fórnarlömd heimilisofbeldis oft upplifa mikla skömm.
„Það er mikil skömm tengd við þessa tegund fórnarlambs. Þetta kemur fyrir svo margar konur. Þegar þetta gerist bak við luktar dyr heima hjá þér með einhverjum sem þú elskar þá er þetta ekki auðvelt“.
Heard skildi við Depp í ágúst síðastliðnum. Áður hafði dómari í Los Angeles sett Depp í nálgunarbann gagnvart Heard se, sagði leikarann hafa kastað farsíma í andlit hennar, rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað.
Leikkonan gaf skilnaðarbætur sínar upp á rúmlega 800 milljónir króna til tveggja góðgerðarmála. Samtökin sem nutu góðs af voru American Civil Liberties Union (ACLU) og barnaspítali Los Angeles borgar. Í tilkynningu frá Heard kom fram að peningurinn sem rennur til ACLU eigi sérstaklega að nýtast til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi.