Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eignuðust dóttur í gær þann 27. mars. Þetta tilkynnti Kelly á Instagram. Lífið 28.3.2025 11:33
Bitin Bachelor stjarna Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins. Lífið 28.3.2025 08:32
Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. Bíó og sjónvarp 27.3.2025 15:01
Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. Lífið 20. mars 2025 15:30
Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Lífið 18. mars 2025 19:51
Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Bíó og sjónvarp 18. mars 2025 18:38
Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Lífið 18. mars 2025 14:33
Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur. Lífið 18. mars 2025 13:07
Ældi á hliðarlínunni Bandaríski leikarinn Tracy Morgan veiktist skyndilega á hliðarlínunni þar sem hann fylgdist með leik New York Knicks og Miami í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hann ældi og fékk auk þess blóðnasir. Leikaranum var komið til aðstoðar og honum rúllað í burtu í hjólastól. Lífið 18. mars 2025 09:31
Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Jonathan Majors, bandarískur leikari, viðurkennir að hafa tekið Grace Jabbari, þáverandi kærustu sína, kverkataki á hljóðupptöku. Atvikið átti sér stað í september árið 2022. Lífið 18. mars 2025 00:02
Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Lífið 17. mars 2025 15:41
Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna. Lífið 17. mars 2025 10:50
Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu. Lífið 17. mars 2025 09:15
Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Þrátt fyrir að börn leikarans Gene Hackman séu ekki nefnd í erfðaskrá hans er útlit fyrir að þau muni fá um áttatíu milljóna dala eigur hans. Erlent 16. mars 2025 09:48
Hittast á laun Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist. Lífið 14. mars 2025 14:26
Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper. Lífið 12. mars 2025 13:31
Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. Lífið 10. mars 2025 15:03
Slasaðist við tökur í Bretlandi John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Lífið 9. mars 2025 10:20
Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Betsy Arakawa, eiginkona leikarans Gene Hackman, er talin hafa látist viku á undan Hackman. Hún lést vegna sjaldgæfs smitsjúkdóms en hann vegna hjartasjúkdóms. Erlent 7. mars 2025 21:52
Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez er æf yfir myndum sem birst hafa í bandarískum miðlum af fyrrverandi eiginmanni hennar Ben Affleck með fyrrverandi eiginkonu hans Jennifer Garner. Hún upplifir myndirnar sem salt í sárin eftir erfiðan skilnað. Lífið 7. mars 2025 10:03
Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Réttarmeinafræðingur telur mögulegt að annað hvort hafi bandaríski stórleikarinn Gene Hackman eða eiginkona hans Betsy Arakawa látist vegna streitu við það að sjá hitt þeirra látið. Erlent 6. mars 2025 22:23
Pamela Bach-Hasselhof látin Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul. Lífið 6. mars 2025 16:34
Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Rannsókn gasfyrirtækis á heimili bandaríska stórleikarans Gene Hackman í Santa Fe hefur leitt í ljós að minniháttar gasleki var til staðar frá eldavélarhellu. Þrátt fyrir það er ekki talið að gaslekinn hafi átt þátt í andlátum Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa píanóleikara. Erlent 5. mars 2025 00:06
Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur stefnt konu sem fór í mál við hann í haust og hélt því fram að hann hefði nauðgað henni árið 2000 þegar hún var þrettán ára gömul. Seinna dró konan kæru sína til baka. Erlent 4. mars 2025 23:13