Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: United og Arsenal þurfa þrjú stig á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en veislan hefst í hádeginu og getur fólk setið í sófanum fram að kvöldmatarleyti.

Í fyrsta leik dagsins fær Watford Stoke City í heimsókn, en liðin eru um miðja deild. Watford er í 8. sæti á meðan Stoke er í 13. sætinu.

Arsenal er í harðri toppbaráttu og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Bournemouth á heimavelli í dag ef liðið ætlar sér að haldast í toppbaráttunni.

Tveir leikir hefjast svo klukkan 16.30, en það eru annars vegar leikur Manchester United og West Ham og hins vegar leikur Southampton og Everton.

Upphitun fyrir alla leiki dagsins má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×