Fidel Castro látinn níræður að aldri Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 09:04 Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu Vísir/Getty Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn. Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn.
Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira