Enski boltinn

Enski boltinn í dag: Heldur sigurganga Chelsea áfram? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með sex leikjum.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá meistarakandítata Manchester City í heimsókn á Turf Moor í hádeginu.

Burnley hefur náð í 13 af 14 stigum sínum á heimavelli en strákarnir hans Sean Dyche unnu m.a. Liverpool í 2. umferðinni á Turf Moor.

Yaya Touré sneri aftur í lið Man City í síðustu umferð og tryggði liðinu sigur á Crystal Palace með tveimur mörkum. Áhugavert verður að sjá hvort hann fær aftur tækifæri í dag.

Klukkan 15:00 hefjast fjórir leikir.

Liverpool fær Sunderland í heimsókn. Rauði getur endurheimt toppsætið með sigri á meðan Sunderland stefnir á þriðja sigurinn í röð.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City fá ískalt lið Palace í heimsókn. Báðum liðum hefur gengið illa á tímabilinu en þau hafa aðeins unnið fjóra leiki samtals.

Englandsmeistarar Leicester City taka á móti Middlesbrough. Refirnir eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti og þurfa nauðsynlega að ná í þrjú stig í dag.

West Brom rúllaði yfir Burnley á mánudaginn og mætir nú liði Hull City sem hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum.

Klukkan 17:30 er svo komið að stórleik Chelsea og Tottenham á Stamford Bridge.

Chelsea er komið á toppinn eftir að hafa unnið síðustu sex leiki sína með markatölunni 17-0.

Tottenham er í 5. sætinu en lærisveinar Mauricio Pochettino eru eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn tapað leik.

Leikir dagsins:

12:30 Burnley - Man City (beint á Stöð 2 Sport HD)

15:00 Liverpool - Sunderland (beint á Stöð 2 Sport HD)

15:00 Swansea - Crystal Palace (sýndur á Stöð 2 Sport 3 HD klukkan 17:15)

15:00 Leicester - Middlesbrough (sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:30)

15:00 Hull - West Brom (sýndur á Stöð 2 Sport 2 HD klukkan 19:30)

17:30 Chelsea - Tottenham (Stöð 2 Sport HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×