Tveir reynsluboltar keppa um útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Francois Fillon og Alain Juppé, keppa um að verða forsetaefni Lýðveldissinna, stærsta hægri flokks Frakklands. Nordicphotos/AFP Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira