Karlmennskuímyndin hættuleg Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 10:00 "Hættum að bíta á jaxlinn. Það er ekki styrkleikamerki. Það er styrkur að glíma við og taka ábyrgð á eigin líðan. Opnum þetta, ræðum þessi mál. Ef við erum ekki með hausinn í lagi þá gerum við ekki gagn.“ Fréttablaðið/Stefán Karlsson Álag á viðbragðsaðila í neyðarþjónustu eykst með ári hverju á Íslandi. Álagið er margslungið, það stafar ekki eingöngu af fjölda útkalla heldur eðli þeirra að sögn Stefáns Péturssonar nýs formanns Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. „Í fyrra fóru sjúkraflutningamenn á Suðurlandi í 3800 sjúkraflutninga og það stefnir í 4200 flutninga á þessu ári, það er mjög mikil aukning og helst í hendur við aukinn fjölda ferðamanna. Því miður þá kemur ekki fjármagn á móti. Staðan er mjög döpur, það er mikið álag bæði í sjúkraflutningum og slökkviliðsstörfum. Það vantar fólk til starfa og það þarf að hlúa betur að því fólki sem er við störf vegna álagsins,“ segir Stefán.Dauðans alvara Stefán hefur starfað á þessum vettvangi í tólf ár. Hann hefur starfað við sjúkraflutninga í 10 og þar áður var hann hjá Landhelgisgæslunni sem stýrimaður og sjúkraflutningamaður. Hann tók við starfi formanns Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna í apríl á þessu ári og ákvað strax að hlúa að mannskapnum. „Mannauðurinn skiptir mestu máli og andlegi þátturinn hefur verið mjög vanræktur fram að þessu. Álagið hefur valdið miklum skaða, ég hef horft upp á félaga mína brenna út í starfi og hætta vegna tilfinningalegs álags. Við höfum líka misst fólk. Því miður. Fólk sér enga leið út. Hjónabönd hafa líka splundrast og fjölskyldur leyst upp. Það er lífsnauðsynlegt að takast á við þetta,“ segir Stefán og minnir á dauðans alvöru að baki.Átak um sálræna aðstoð Í byrjun nóvembermánaðar var haldin ráðstefna um sálræna aðstoð við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu. „Nú gerum við átak. Það hófst með veglegri ráðstefnu. Við fengum til landsins mjög þekkta einstaklinga sem starfa í þessum geira. Á ráðstefnunni ræddi til að mynda dr. Steven Hobfoll um áföll og þrautseigju. Hver áhrif stórra áfalla eru á samfélagið. Hann er frumkvöðull í þessum efnum og hefur starfað mikið fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann á alþjóðavettvangi. Dr. Sigríður Björk Þormar hjá Sálfræðingunum Lynghálsi fór einnig yfir það sem við vitum um þörfina fyrir aðstoð á Íslandi svo dæmi séu nefnd“ nefnir Stefán en enn fleiri einstaklingar héldu erindi og þá voru haldnar vinnustofur fyrir þátttakendur. Að ráðstefnunni komu Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæsla Íslands, Neyðarlínan, Rauði Krossinnn Háskólinn í Reykjavík, Landsbjörg, sálfræðingar Lynghálsi og Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. „Við erum ekkert hættir þar. Það má ekki halda svona ráðstefnu og hætta þar. Við erum að tengja okkur við Háskólann í Reykjavík, sem ég trúi að ætla að setja á fót þekkingasetur varðandi sálfræðiþjónustu við viðbragðsaðila. Við fáum vonandi að vera þátttakendur í því ferli. Það er svo mikilvægt að hlúa að sálartetrinu, “segir Stefán.Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið á aðra aðstandendur. Þrífum t.d íbúðina leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri til að glíma við. “Fréttablaðið/Stefán KarlssonÁföll á vettvangi Stefán nefnir áföll sem valda streitu. „Það getur verið t.d að horfa upp á manneskju deyja . Að meðhöndla fólk sem hefur lent í alvarlegum slysum eða orðið fyrir ofbeldi. Og að vinna að málum sem varða slys, ofbeldi eða misnotkun á börnum. Aðkoman getur verið erfið. En þá er það okkar að veita styrk, hughreysta og aðstoða. Hann nefnir dæmi. „Ég get sagt þér frá aðstæðum sem margir í starfinu kannast við. Við erum kallaðir á vettvang. Komum á staðinn og verðum vitni að dauðsfalli. Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið á aðra aðstandendur. Þrífum t.d íbúðina leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri til að glíma við. “ Til staðar á versta degi fólks Hann segir hálfgert tabú að ræða um tilfinningar og áföll í stétt viðbragðsaðila þar sem helsta prýðin þykir seigla og sterkar taugar. „Það er almennt ekki viðurkennt að við eigum að láta tilfinningar stjórna okkur og nú tala ég bara út frá minni stétt. Þegar við komum að ljótum atburðum, hvort sem þar eiga í hlut börn eða fullorðnir, andlát eða ljót og alvarleg slys, þá förum við í vinnugírinn. Við búum til veggi í kringum okkur, klárum verkefnið. Huggum og hjálpum. Við erum styrkur og til staðar á versta degi í lífi fólks. Ef að við tölum ekki um það sem hefur gerst og vinnum úr því. Þá vex það og verður að krabbameini, dregur okkur svo í svartnættið,“ segir Stefán og segir viðhorfin breytast hægt. „Fólk er farið að viðurkenna að það þurfi að losa sig við ákveðna hluti. Við glímum bæði við almenningsálitið og viðhorf innan eigin stéttar. Við eigum öll sem störfum á þessum vettvangi atvik sem fylgja okkur. Ég vann með mín atvik. En þau eru samt með mér. Ég þarf til dæmis ekki annað en að sjá ákveðna hluti, sem öðrum finnast kannski hversdagslegir til að það komi upp í hugann skelfilegar sýnir og minningar,“segir hann. Hugurinn sveik Hann nefnir dæmi um tilfinningalegt álag félaga síns sem varð til þess að hugurinn sveik hann. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, það er óþarfi. En félagi minn sem hafði orðið fyrir verulegu áfalli sem tengdist barni fer stuttu síðar aftur í útkall. Það var banaslys. Hann mundi eftir sér þegar hann kom á vettvang. Svo mundi hann næst eftir sér á Hellisheiði. Hann varð fyrir hugrofi. Hreinlega slokknaði á honum. Ég hef séð þetta gerast oftar, þetta er vörn hugans,“ segir hann og varpar þannig ljósi á þungt fargið á fólki í framlínu neyðarþjónustu. „Álagið er líka margslungið. Stundum felst álagið í því sem ekki er vitað fremur en því sem blasir við. Eins og með slökkviliðismenn sem eru að fara í eldhaf og vita ekki hvort þar er einhver á lífi, þurfa líka að gæta að eigin lífi og félaganna. Eins er með neyðarverði , sem taka við símtölum og leiðbeina fólki, þeir vita ekki hvað gerist eftir að slökkviliðsmenn , sjúkraflutningamenn koma á staðinn . Þá er þeirra hlutverki lokið , en kannski situr í þeim samtalið við viðkomandi. Nú viðrum við tilfinningar okkar eftir svona viðburði, það er nauðsynlegt því þá kemur hópurinn saman og fer yfir hlutina. Ef það eru einhverjir sem þurfa að tala frekar um þá erum við með mjög góða sálfræðinga að tala við,“ segir Stefán.Styrkleikamerki að tala Stefán segir mikilvægt að breyta menningunni og viðhorfum almennt í samfélaginu. Hjá almenningi jafnt sem fólki í framlínunni og yfirmönnum þeirra. „Það þarf að breyta menningunni og viðurkenna álag, streitu, vanlíðan og áföll. Það þarf að hjálpa yfirmönnum að skilja áföll og veita stuðning og opna umræðuna, halda fræðslu og viðrunarfundi. Því þetta er mannlegt, eðlilegt og ekki merki um veikleika að viðurkenna álagið. Það er styrkleikamerki að takast á við starfið og því sem fylgir af ábyrgð. Það gerum við með þvi að ræða málin og bregðast við hættumerkjum en alls alls ekki með því að bíta á jaxlinn.“Karlmennskuímyndin hættuleg Stefán segir seigustu viðhorfin, sem jafnframt gangi hægast að breyta séu tengd karlmennsku. „Viðhorfin eru ennþá karllæg, þó það starfi bæði konur og karlar á þessum vettvangi. Þú átt að sýna af þér karlmennsku vera harður og ekki að sýna af þér neinar tilfinningar. Slík hegðun er hættuleg og ég ákvað strax þegar ég tók við í apríl að við þyrftum að breyta þessu og ræða vandann á opinskáan hátt. Það sem ég vil er að við vöknum til meðvitundar um að við erum öll mannleg og eigum okkur þolmörk. Einhvers staðar byrjum við að bogna og ef við bregðumst ekki við hættumerkjunum þá brotnum við. Við erum að horfa upp á þetta gerast í ríkari mæli,“ segir hann og segir algengt að fólk leiti sér ekki hjálpar. Það þurfi oft of mikið til.Tankur sem fyllist „Það sem er að grassera í höfðinu á fólki getur verið stórhættulegt. Það eru til rannsóknir sem sýna fram á að oft er það ekki fyrr en tólf árum eftir atvik að fólk fer fyrst að takast á við það eða leita sér aðstoðar. En þá er kannski allt farið í rúst, fjölskyldulífið til dæmis. Það er líka hætta á að fólk fari að misnota lyf og áfengi. Sumir vita ekki alveg hvað er að. Tengja sig ekki alveg. Af hverju er ég svona? Þeir fatta það ekki. En staðreyndin er bara þessi, við getum ekki vaxið í starfi, haldið áfram að vera sterk og að hugga aðra án þess að losa okkur við vanlíðanina. Þetta er bara tankur sem fyllist, við þurfum bara að tappa af honum til að halda áfram.“ Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum þjást að meðaltali um 11% lögreglumanna af áfallastreituröskun í kjölfar stærri atburða og 15% slökkviliðs –og sjúkraflutningamanna af áfallastreituröskun. Þá eru sjálfsvígshugsanir allt að fimm sinnum algengari en hjá almenningi. Þetta eru staðreyndir sem rætt var um á ráðstefnu í byrjun nóvember. „Á minni starfsstöð eru starfandi sálfræðingar. Í flestum tilvikum þá hafa menn aðgang að sálfræðiþjónustu. En það þarf stundum að greiða hann, ekki síst fyrir þá sem starfa úti á landi. Nú er mikilvægt að opna umræðuna til þess að fólk leiti sér þessarar aðstoðar. Við erum búin að mynda tengsl við fullt af fólki og markmiðið er að það á enginn að þurfa að sitja eftir að hafa engan að ræða við. Í þessu samhengi þá langar mig að ítreka að það er ekki endilega gott að deila því sem gengur á í starfinu með sínum nánustu. Oft áttar fólk sig á þessu sjálft og gerir það ekki. Það vill ekki leggja það á herðar ástvina sinna. Þess vegna er nauðsynlegt að tala við einhvern annan, hlutlausan fagaðila. Annars er hætt við því að allt fari í rúst heima hjá þér. Þú ert reiður, uppstökkur, með martraðir og getur ekki sagt neitt. Þetta er ómöguleg staða að vera í,“segir Stefán. Ég er viss um að hlutfall þeirra sem eru haldnir áfallastreituröskun vegna álags í starfi er hærra en það sem er nefnt á alþjóðavísu, fimmtán prósent. Ég held að svo margir leiti sér ekki hjálpar, við sjáum merki þess. Við létum þess vegna útbúa einföld spjöld þar sem fólk getur svolítið tékkað líðanina. Hvernig því líður og til hvaða ráðstafana hægt er að grípa versni líðanin. Við bendum líka fólki í samfélaginu, almennt, að vera meðvitað um þessi atriði til að halda geðheilsu.“ Stefán segir merginn málsins vera þennan. „Hættum að bíta á jaxlinn. Það er ekki styrkleikamerki. Það er styrkur að glíma við og taka ábyrgð á eigin líðan. Opnum þetta, ræðum þessi mál. Ef að við erum ekki með hausinn í lagi þá gerum við ekki gagn. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Álag á viðbragðsaðila í neyðarþjónustu eykst með ári hverju á Íslandi. Álagið er margslungið, það stafar ekki eingöngu af fjölda útkalla heldur eðli þeirra að sögn Stefáns Péturssonar nýs formanns Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. „Í fyrra fóru sjúkraflutningamenn á Suðurlandi í 3800 sjúkraflutninga og það stefnir í 4200 flutninga á þessu ári, það er mjög mikil aukning og helst í hendur við aukinn fjölda ferðamanna. Því miður þá kemur ekki fjármagn á móti. Staðan er mjög döpur, það er mikið álag bæði í sjúkraflutningum og slökkviliðsstörfum. Það vantar fólk til starfa og það þarf að hlúa betur að því fólki sem er við störf vegna álagsins,“ segir Stefán.Dauðans alvara Stefán hefur starfað á þessum vettvangi í tólf ár. Hann hefur starfað við sjúkraflutninga í 10 og þar áður var hann hjá Landhelgisgæslunni sem stýrimaður og sjúkraflutningamaður. Hann tók við starfi formanns Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna í apríl á þessu ári og ákvað strax að hlúa að mannskapnum. „Mannauðurinn skiptir mestu máli og andlegi þátturinn hefur verið mjög vanræktur fram að þessu. Álagið hefur valdið miklum skaða, ég hef horft upp á félaga mína brenna út í starfi og hætta vegna tilfinningalegs álags. Við höfum líka misst fólk. Því miður. Fólk sér enga leið út. Hjónabönd hafa líka splundrast og fjölskyldur leyst upp. Það er lífsnauðsynlegt að takast á við þetta,“ segir Stefán og minnir á dauðans alvöru að baki.Átak um sálræna aðstoð Í byrjun nóvembermánaðar var haldin ráðstefna um sálræna aðstoð við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu. „Nú gerum við átak. Það hófst með veglegri ráðstefnu. Við fengum til landsins mjög þekkta einstaklinga sem starfa í þessum geira. Á ráðstefnunni ræddi til að mynda dr. Steven Hobfoll um áföll og þrautseigju. Hver áhrif stórra áfalla eru á samfélagið. Hann er frumkvöðull í þessum efnum og hefur starfað mikið fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann á alþjóðavettvangi. Dr. Sigríður Björk Þormar hjá Sálfræðingunum Lynghálsi fór einnig yfir það sem við vitum um þörfina fyrir aðstoð á Íslandi svo dæmi séu nefnd“ nefnir Stefán en enn fleiri einstaklingar héldu erindi og þá voru haldnar vinnustofur fyrir þátttakendur. Að ráðstefnunni komu Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæsla Íslands, Neyðarlínan, Rauði Krossinnn Háskólinn í Reykjavík, Landsbjörg, sálfræðingar Lynghálsi og Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. „Við erum ekkert hættir þar. Það má ekki halda svona ráðstefnu og hætta þar. Við erum að tengja okkur við Háskólann í Reykjavík, sem ég trúi að ætla að setja á fót þekkingasetur varðandi sálfræðiþjónustu við viðbragðsaðila. Við fáum vonandi að vera þátttakendur í því ferli. Það er svo mikilvægt að hlúa að sálartetrinu, “segir Stefán.Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið á aðra aðstandendur. Þrífum t.d íbúðina leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri til að glíma við. “Fréttablaðið/Stefán KarlssonÁföll á vettvangi Stefán nefnir áföll sem valda streitu. „Það getur verið t.d að horfa upp á manneskju deyja . Að meðhöndla fólk sem hefur lent í alvarlegum slysum eða orðið fyrir ofbeldi. Og að vinna að málum sem varða slys, ofbeldi eða misnotkun á börnum. Aðkoman getur verið erfið. En þá er það okkar að veita styrk, hughreysta og aðstoða. Hann nefnir dæmi. „Ég get sagt þér frá aðstæðum sem margir í starfinu kannast við. Við erum kallaðir á vettvang. Komum á staðinn og verðum vitni að dauðsfalli. Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið á aðra aðstandendur. Þrífum t.d íbúðina leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri til að glíma við. “ Til staðar á versta degi fólks Hann segir hálfgert tabú að ræða um tilfinningar og áföll í stétt viðbragðsaðila þar sem helsta prýðin þykir seigla og sterkar taugar. „Það er almennt ekki viðurkennt að við eigum að láta tilfinningar stjórna okkur og nú tala ég bara út frá minni stétt. Þegar við komum að ljótum atburðum, hvort sem þar eiga í hlut börn eða fullorðnir, andlát eða ljót og alvarleg slys, þá förum við í vinnugírinn. Við búum til veggi í kringum okkur, klárum verkefnið. Huggum og hjálpum. Við erum styrkur og til staðar á versta degi í lífi fólks. Ef að við tölum ekki um það sem hefur gerst og vinnum úr því. Þá vex það og verður að krabbameini, dregur okkur svo í svartnættið,“ segir Stefán og segir viðhorfin breytast hægt. „Fólk er farið að viðurkenna að það þurfi að losa sig við ákveðna hluti. Við glímum bæði við almenningsálitið og viðhorf innan eigin stéttar. Við eigum öll sem störfum á þessum vettvangi atvik sem fylgja okkur. Ég vann með mín atvik. En þau eru samt með mér. Ég þarf til dæmis ekki annað en að sjá ákveðna hluti, sem öðrum finnast kannski hversdagslegir til að það komi upp í hugann skelfilegar sýnir og minningar,“segir hann. Hugurinn sveik Hann nefnir dæmi um tilfinningalegt álag félaga síns sem varð til þess að hugurinn sveik hann. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, það er óþarfi. En félagi minn sem hafði orðið fyrir verulegu áfalli sem tengdist barni fer stuttu síðar aftur í útkall. Það var banaslys. Hann mundi eftir sér þegar hann kom á vettvang. Svo mundi hann næst eftir sér á Hellisheiði. Hann varð fyrir hugrofi. Hreinlega slokknaði á honum. Ég hef séð þetta gerast oftar, þetta er vörn hugans,“ segir hann og varpar þannig ljósi á þungt fargið á fólki í framlínu neyðarþjónustu. „Álagið er líka margslungið. Stundum felst álagið í því sem ekki er vitað fremur en því sem blasir við. Eins og með slökkviliðismenn sem eru að fara í eldhaf og vita ekki hvort þar er einhver á lífi, þurfa líka að gæta að eigin lífi og félaganna. Eins er með neyðarverði , sem taka við símtölum og leiðbeina fólki, þeir vita ekki hvað gerist eftir að slökkviliðsmenn , sjúkraflutningamenn koma á staðinn . Þá er þeirra hlutverki lokið , en kannski situr í þeim samtalið við viðkomandi. Nú viðrum við tilfinningar okkar eftir svona viðburði, það er nauðsynlegt því þá kemur hópurinn saman og fer yfir hlutina. Ef það eru einhverjir sem þurfa að tala frekar um þá erum við með mjög góða sálfræðinga að tala við,“ segir Stefán.Styrkleikamerki að tala Stefán segir mikilvægt að breyta menningunni og viðhorfum almennt í samfélaginu. Hjá almenningi jafnt sem fólki í framlínunni og yfirmönnum þeirra. „Það þarf að breyta menningunni og viðurkenna álag, streitu, vanlíðan og áföll. Það þarf að hjálpa yfirmönnum að skilja áföll og veita stuðning og opna umræðuna, halda fræðslu og viðrunarfundi. Því þetta er mannlegt, eðlilegt og ekki merki um veikleika að viðurkenna álagið. Það er styrkleikamerki að takast á við starfið og því sem fylgir af ábyrgð. Það gerum við með þvi að ræða málin og bregðast við hættumerkjum en alls alls ekki með því að bíta á jaxlinn.“Karlmennskuímyndin hættuleg Stefán segir seigustu viðhorfin, sem jafnframt gangi hægast að breyta séu tengd karlmennsku. „Viðhorfin eru ennþá karllæg, þó það starfi bæði konur og karlar á þessum vettvangi. Þú átt að sýna af þér karlmennsku vera harður og ekki að sýna af þér neinar tilfinningar. Slík hegðun er hættuleg og ég ákvað strax þegar ég tók við í apríl að við þyrftum að breyta þessu og ræða vandann á opinskáan hátt. Það sem ég vil er að við vöknum til meðvitundar um að við erum öll mannleg og eigum okkur þolmörk. Einhvers staðar byrjum við að bogna og ef við bregðumst ekki við hættumerkjunum þá brotnum við. Við erum að horfa upp á þetta gerast í ríkari mæli,“ segir hann og segir algengt að fólk leiti sér ekki hjálpar. Það þurfi oft of mikið til.Tankur sem fyllist „Það sem er að grassera í höfðinu á fólki getur verið stórhættulegt. Það eru til rannsóknir sem sýna fram á að oft er það ekki fyrr en tólf árum eftir atvik að fólk fer fyrst að takast á við það eða leita sér aðstoðar. En þá er kannski allt farið í rúst, fjölskyldulífið til dæmis. Það er líka hætta á að fólk fari að misnota lyf og áfengi. Sumir vita ekki alveg hvað er að. Tengja sig ekki alveg. Af hverju er ég svona? Þeir fatta það ekki. En staðreyndin er bara þessi, við getum ekki vaxið í starfi, haldið áfram að vera sterk og að hugga aðra án þess að losa okkur við vanlíðanina. Þetta er bara tankur sem fyllist, við þurfum bara að tappa af honum til að halda áfram.“ Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum þjást að meðaltali um 11% lögreglumanna af áfallastreituröskun í kjölfar stærri atburða og 15% slökkviliðs –og sjúkraflutningamanna af áfallastreituröskun. Þá eru sjálfsvígshugsanir allt að fimm sinnum algengari en hjá almenningi. Þetta eru staðreyndir sem rætt var um á ráðstefnu í byrjun nóvember. „Á minni starfsstöð eru starfandi sálfræðingar. Í flestum tilvikum þá hafa menn aðgang að sálfræðiþjónustu. En það þarf stundum að greiða hann, ekki síst fyrir þá sem starfa úti á landi. Nú er mikilvægt að opna umræðuna til þess að fólk leiti sér þessarar aðstoðar. Við erum búin að mynda tengsl við fullt af fólki og markmiðið er að það á enginn að þurfa að sitja eftir að hafa engan að ræða við. Í þessu samhengi þá langar mig að ítreka að það er ekki endilega gott að deila því sem gengur á í starfinu með sínum nánustu. Oft áttar fólk sig á þessu sjálft og gerir það ekki. Það vill ekki leggja það á herðar ástvina sinna. Þess vegna er nauðsynlegt að tala við einhvern annan, hlutlausan fagaðila. Annars er hætt við því að allt fari í rúst heima hjá þér. Þú ert reiður, uppstökkur, með martraðir og getur ekki sagt neitt. Þetta er ómöguleg staða að vera í,“segir Stefán. Ég er viss um að hlutfall þeirra sem eru haldnir áfallastreituröskun vegna álags í starfi er hærra en það sem er nefnt á alþjóðavísu, fimmtán prósent. Ég held að svo margir leiti sér ekki hjálpar, við sjáum merki þess. Við létum þess vegna útbúa einföld spjöld þar sem fólk getur svolítið tékkað líðanina. Hvernig því líður og til hvaða ráðstafana hægt er að grípa versni líðanin. Við bendum líka fólki í samfélaginu, almennt, að vera meðvitað um þessi atriði til að halda geðheilsu.“ Stefán segir merginn málsins vera þennan. „Hættum að bíta á jaxlinn. Það er ekki styrkleikamerki. Það er styrkur að glíma við og taka ábyrgð á eigin líðan. Opnum þetta, ræðum þessi mál. Ef að við erum ekki með hausinn í lagi þá gerum við ekki gagn.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira