Enski boltinn

Sjálfsmark Gomes þegar Stoke lagði Watford | Sjáðu mörkin

Stoke vann sanngjarnan 1-0 sigur á Watford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Stoke færir sig upp í 10.sæti deildarinnar með sigrinum.

Fyrir leikinn hafði Stoke einungis unnið einn af síðustu níu útileikjum sínum. Watford var fimm stigum á undan í töflunni og því var það ekkert sérstaklega mikið sem benti til útisigurs í dag.

Annað kom þó á daginn. Eina mark leiksins kom á 29.mínútu þegar Charlie Adam átti skalla í stöngina og þaðan fór boltann í Heurelho Gomes markvörð Watford og í netið. Slysalegt hjá Gomes.

Watford reyndi hvað þeir gátu til þess að jafna metin en tókst ekki. Ekki bætti úr skák þegar Miguel Britos fékk sitt annað gula spjald á lokamínútunum og þar með rautt.

Með sigrinum er Stoke komið með 16 stig og færir sig upp í 10.sæti deildarinnar. Þetta var fjórði sigur liðsins á tímabilinu. Watford er í 8.sæti með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×