Enski boltinn

Aguero afgreiddi Burnley | Jóhann Berg meiddist | Sjáðu mörkin

Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, þangað til í kvöld að minnsta kosti, en City vann 2-1 sigur á Jóhanni Berg og félögum í Burnley á Turf Moor í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildnini.

Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið eftir fjórtán mínútna leik þegar hann þrumaði boltanum í hornið með skoti fyrir utan teig.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 37. mínútu þegar Sergio Aguero skoarði eftir darraðadans í vítateig Burnley og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.

Sigurmarkið kom eftir klukkutíma leik, en það var skrautlegt mark. Burnley mistókst að koma boltanum í burtu þegar tveir menn reyndu að sparka á sama tíma og í boltann. Boltinn barst svo fyrir markið þar sem Aguero skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1.

City er því komið á toppinn með 30 stig, en Chelsea getur komist í 31 stig með sigri á Tottenham síðar í dag. Liverpool getur jafnað City að stigum, en liðið mætir Sunderland klukkan þrjú.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley, en þurfti að fara af velli á 43. mínútu vegna meiðsla aftan í læri. Líklega um tognun að ræða. Burnley er í tólfta sætinu með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×