Í ágúst ákvað hún að taka sér frí frá tónleikaferðalaginu sínu og fara í meðferð til þess að bjarga sinni eigin geðheilsu. Hún var að glíma við þunglyndi og kvíða á háu stigi og því var það mikilvægt að taka tíma til þess að vinna í sjálfri sér.
Hún nýtti tækifærið á Instagram til þess að þakka aðdáendum sínum fyrir allan stuðninginn og sagði að þrátt fyrir að árið hafi verið erfitt þá hefði það gefið henni meira. Á sunnudagskvöldið kom Selena í fyrsta skiptið fram opinberlega frá því að hún fór í meðferðina á AMA verðlaunahátíðinni.