Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 13:11 Össur rýnir í hina pólitísku stöðu: "Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“ Kosningar 2016 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“
Kosningar 2016 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira