Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 12:41 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fyrir miðju ásamt þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni. Vísir/Anton „Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13